Fara í efni

Sveitarstjórn

504. fundur 22. nóvember 2014 kl. 14:51 - 14:51 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 22. Nóvember,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 12:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Karl M Kristjánsson(KMK).

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Tilboð í endurskoðun reikninga Kjósarhrepps fyrir árið 2014

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að ganga að samningi við PWC um undurskoðun reikninga hreppsins fyrir árið 2014

 

2.      Gjaldskrárbreytingar Kjósarhrepps vegna ársins 2015                                                                          

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir gjaldskrána

 

3.      Fyrri umræða um áætlun vegna áranna 2016, 2017 og 2018

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir áætlunina til seinni umræðu

 

4.      Bréf til Kjósarhrepps frá Hvalfjarðarsveit um að hagsmunaaðilar Grundartangasvæðisins lýsi yfir vilja til samstarfs á sviði umhverfismála, mótun framtíðasýnar, upplýsinga um lýðfræði og aðrar tölfræðilegar upplýsingar um svæðið með það að markmiði að vera leiðandi í umhverfismálum, upplýsingagjöf um svæðið, forgangsröðum á valkostum fyrir framleiðslu – og þjónustufyrirtækjum Hagsmunaaðilar eru: Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Reykjavíkurborg, Kjósahreppur, Faxaflóahafnir, Önnur fyrirtæki á svæðinu, Háskólar, Rannsóknarstofnanir t.d. NMI.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í viljayfirlýsingu um samstarfið.

 

5.      Þórarinn Jónsson óskar eftir að tekið verði á dagskrá fundarins stofnun hitaveitufélags og að sveitarstjóri hafi tilbúin drög að umsókn um einkahlutafélag eða hlutafélag fyrir fundinn og að kosin verði stjórn eða starfsstjórn fyrir félagið.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að ganga frá stofnun einkahlutafélags um hitaveitu Kjósarhrepps á næsta fundi hreppsnefndar þann 11. desember 2014 og framkvæmdastjóra veitunefndar falið að ganga frá því máli. Á sama fundi verði kosin stjórn félagsins.

 

 

6.       Önnur mál

7.      Mál til kynningar

a.      Brunavarnarmál í hreppnum.

b.      Kynning fór fram á breytingu á deiliskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur kl 13:00. Skúli Mogesen, Friðrikka Geirsdóttir og Yngvi Þór Loftsson fra Landmótun ehf, hönnuðinum að hinu nýja skipulagstillögu  mættu og fóru yfir hugmyndir sínar að þessu mikla og spennandi verkefni

Skipulag- og byggingarnefnd Kjósarhrepps sat einnig fundinn

 

Fundi slitið kl  14:30  GGÍ