Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2014, 13. nóvember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 16:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Karl M Kristjánsson(KMK).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Veitunefnd frá 11. nóvember
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram en varðandi lið b þá samþykkir hreppsnefnd að hafinn verði vinna við stofnun hlutafélags um hitaveitu Kjósarhrepps. Hreppsnefnd samþykkir að leita til óháðs aðila til að meta fyrirliggjandi skýrslur og gögn.
2. Nýr samningur um hreinsun rotþróa
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að ganga frá samningi við Hreinsitækni.
3. Tilboð í endurskoðun reikninga Kjósarhrepps fyrir árið 2014
Afgreiðsla: Frestað
4. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017. Skipulagið rennur út 2017 og taka þarf ákvörðun um næstu skref, s.s. skipun nefndar eða starfshóps vegna endurskoðunar aðalskipulagsins.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að farið verði í undirbúningsvinnu fyrir nýtt aðalskipulag fyrir Kjósarhrepp og skipulagsnefnd falið að koma með tillögu að fulltrúum að starfshóp
5. Önnur mál a. Vörslumaður búfjár Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að auglýsa eftir vörslumanni.
6. Mál til kynninga a. Drög að gjaldskrárbreytingum vegna ársins 2015
b. Bréf frá félagi byggingarfulltrúa. Efni: Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa
Fundi slitið kl 17:35 GGÍ