Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2014, 2. október kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 27. september
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt
Skipulagsnefnd
Tekin var til afgreiðslu lýsing á breyttri skipulagsáætlun samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Breytingin felur í sér að svæði sem merkt er B3 í aðalskipulaginu og er í landi Þúfukots sem skilgreint var sem búgarðabyggð verði nú skilgreint sem frístundasvæði. F30
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin að aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst samkv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b. Veitunefnd frá 17. sept.
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 1 fagnar hreppsnefnd að talsvert hafi verið gert í viðhaldi vega í sveitarfélaginu nú í ár og vonar jafnframt að það standist að Kjósarskarðsvegur verði áfram inni á fjárlögum 2015. Varðandi lið 3 um hitaveitumál þá óskar Þórarinn eftir að hreppsnefnd fundi með Úlfari Harðarsyni.
2. Hrafnkell Proppé kom á fundinn og fór yfir hið nýja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en óskað er eftir staðfestingu Kjósarhrepps á afgreiðslu nefndarinnar
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps staðfestir afgreiðslu Svæðisskipulagsnefndarinnar.
7. Óskað er umsagnar Kjósarhrepps vegna umsóknar Nesskeljar ehf. um ræktunarleyfi í Hvalfirði. Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að senda umsögn hreppsnefndar Kjósarhrepps
8. Óskað er umsagnar Kjósarhrepps vegna umsóknar Guðna Á Indriðasonar um tilraunaræktun í Hvalfirði Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að senda umsögn hreppsnefndar Kjósarhrepps
9. Bréf til Hreppsnefndar Kjósarhrepps frá Sigurbirni Hjaltasyni vegna afgreiðslu hreppsnefndar á svörum við athugasemdum hans vegna breytinga á deiliskipulagi Stapagljúfurs Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar til nánari skoðunar með tilliti til breyttra lóðamarka í Miðdalsá.
10. Skoðunarferð um hitaveitusvæði á Sauðárkróki og Skagaströnd. Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að fara í þessa ferð ásamt Veitunefnd
11. Mál til kynningar
a. Viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
b. Sigríður lagði fram vinnu- og verkbókhald sl. þriggja mánaða.
Fundi slitið kl 16:55 GGÍ