Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2014, 11. september kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 28. ágúst
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt
Skipulagsnefnd
Tekin var til afgreiðslu að nýju samkvæmt 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagstillaga við Stapagljúfur í landi Morastaða. Tillagan var áður samþykkt í skipulagsnefnd 1. maí 2014 og í sveitarstjórn 15. maí 2014. Tillagan var auglýst og hægt var að gera athugasemdir á tímabilinu frá og með föstudegi 26. maí til laugardagsins 12. júlí 2014. Athugasemdir bárust frá Sigurbirni Hjaltasyni, Kiðafelli og hefur verið brugðist við þeim. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svari við athugasemdunum.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að svari skipulags- og byggingarfulltrúa við athugasemdum Sigurbjörns Hjaltasonar.
b. Markaðs-atvinnu- og ferðamálanefndar frá 9. sept.
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram og hreppsnefnd ákvað að láta fjölfalda Kjósarmyndina yfir á dvd, nokkur eintök.
2. Staða hitaveitumála:
Minnisblað lagt fram sem unnið var af Lögfræðingum frá ADVEL lögmönnum þar sem farið er yfir álit þeirra varðandi stofunun félags, félagsform og næstu skref.
Einnig er lögð fram samantekt frá formanni Veitunefndar Afgreiðsla: Minnisblöð lögð fram.
3. Beiðni frá Bjarna Jónssyni um langtímaleigu á beitarlandi fyrir hross á Möðruvöllum 1.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd hugnast ekki langtímaleiga en er til viðræðna fyrir ár í senn.
4. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing tillögu. Óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaganna á afgreiðslu nefndarinnar Afgreiðsla: Erindið lagt fram til kynningar en Hrafnkell Proppé mun mæta á fundinn 2. október að kynna málið
5. Dagur með Hólmfríði Gísladóttur í lok október. 50 ár eru síðan Hólmfríður gerðist skólastjóri Ásgarðsskóla og starfaði hún sem slík í 10 ár. Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að styrkja þennan dag.
6. Tilboð í rekstur Félagsgarðs hafa borist frá Sunnívu H. Snorradóttur, Sveinbjörgu Sveinsdóttur og Sigríði Lárusdóttur annars vegar og síðan frá Evu B. Friðjónsdóttur og Karli Friðrikssyni hins vegar. Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að ganga til samninga við Sunnívu, Sveinbjörgu og Sigríði og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við þær.
7. Úttekt Mannvirkjastofnunar á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Afgreiðsla: Lagt fram.
8. Umsögn Kjósarhrepps vegna umsóknar Fjarðarskeljar ehf. um ræktunarleyfi í Hvalfirði Afgreiðsla: Frestað
9. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að hefja undirbúning að endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps þar sem núverandi aðalskipulag rennur út árið 2017.
10. Kjör varafulltrúa á þing sambandsins á Akureyri 24.-26. september. Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að Sigríður Klara Árnadóttir verði varamaður á þingið í stað Guðnýjar G Ívarsdóttur
11. Mál til kynningar
a. Fundur heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 25. ágúst b. Fundur svæðisskipulagsnefndar frá 22. ágúst c. Dagur íslenskrar náttúru 16. september d. Fundargerð SSH frá 1. september
Fundi slitið kl 16:20 GGÍ