Fara í efni

Sveitarstjórn

469. fundur 07. mars 2014 kl. 16:54 - 16:54 Eldri-fundur

  Kjósarhreppur

Árið 2014, 6. mars   er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

                                                                                  

1.      Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Þráinn Hauksson  komu á fundinn til  að halda áfram  vinnslu  með hreppsnefnd Kjósarhrepps drögum að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

 

2.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 1. mars.

Bygginganefnd.

Afgreiðsla: Fundargerðin staðfest

 

Skipulagsnefndin:  

Tekin var fyrir afgreiðsla deiliskipulags í landi Möðruvalla, Lækir.

Deiliskipulagstillagan sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. febrúar 2012 gerir ráð fyrir lóðum fyrir 10 frístundahús. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og mælist til að brugðist verði við athugasemdum og hún tekin fyrir að nýju í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Greinargerð þar sem að gert er grein fyrir hvernig brugðist var við athugasemdunum er lögð fram.

Afgreiðsla: Frestað

 

3.      Staðfesting á breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur og annarra.

Afreiðsla: lagt fram

 

4.      Nýtt stjórnskipulag fyrir Kjósarhrepp.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fá Róbert Ragnarsson stjórnmálafræðing til aðstoðar við vinnu  að hugmyndum  að nýju stjórnskipulagi fyrir stjórnsýslu Kjósarhrepps

 

5.      Mál til kynningar

a.      Staða rekstrar um áramót

b.      Guðrún Gunnarsdóttir sem hefur haft á leigu íbúðina í Ásgarði hefur sagt henni upp frá og með 1. júní 2014

c.       Hitaveituframkvæmdir

d.      Harðbalamálið

 

Fundi slitið kl 15:30 GGI