Fara í efni

Sveitarstjórn

467. fundur 09. janúar 2014 kl. 22:58 - 22:58 Eldri-fundur

  Kjósarhreppur

Árið 2014, 9. janúar  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

 

1.      Fundargerðir nefnda:

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 4. janúar 2014

 

Skipulagsnefnd

01.Tekin var fyrir að samkvæmt ósk og bókun hreppsnefndar dags. 12.12 2013 öðru sinni umsókn H.Péturs Jónssonar Þúfukoti þar sem að hann sækir um að sumarhúsinu Nýjakoti verði breytt í íbúðarhús. Umsókninni fylgja teikningar sem sýna breytt fyrirkomulag og herbergjaskipan.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulagsnefndar.

 

 

b.      Orkunefnd frá 7. janúar 2014

Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt og hreppsnefnd ákveður að halda áfram framkvæmdum öflunar heits vatns eftir ráðleggingum sérfræðinga ÍSOR þegar búið er að  hitamæla  holu 19 í næstu viku.

 

2.      Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi,                                                                                    

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir reglurnar. 

 

3.      Drög að skipuriti stjórnsýslu Kjósarhrepps

             Afgreiðsla: Ákaveðið var að vinna áfram að málinu.

 

4.      Mál til kynningar

a.      Samkomulag um bakvaktir barnaverndar  undirritað.

b.      Minnispunkta frá fundi fulltrúa Kjósarhrepps og Vegagerðar um vegamál í Hvalfirði og Kjós

 

Fundi slitið kl   GGÍ