Sveitarstjórn
Árið 2013, 12. desember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps ásamt hreppsnefnd fara yfir og ræða hugmyndir að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
2. Fundargerðir nefnda:
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 30. desember
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.
Skipulagsnefnd
01. Tekin var til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Hæðarskarð, einkaland úr landi Möðruvalla 1
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni sem eru 2 ha komi íbúðarhús, gestahús bílgeymsla og hesthús.
Höfundur skipulagstillögu er Arkó, Ásmundur Jóhannsson Kt: 170441-4519
Afgreiðsla: Hreppsnefnd bendir á að þetta er landbúnaðarsvæði og breyta þurfi landnotkun í aðalskipulagi.
02. Tekin var fyrir umsókn H.Péturs Jónssonar Þúfukoti þar sem að hann sækir um að sumarhúsinu Nýjakoti verði breytt í íbúðarhús. Umsókninni fylgir teikningar sem sýna breytt fyrirkomulag og herbergjaskipan.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu aftur til bygginga- og skipulagsnefndarinnar með vísan til stefnumörkunar skipulagsáætlana fyrir Kjósarhrepp/landbúnaðarsvæða bls. 36.
Samgöngu- og fjarskiptanefndar frá: 11. mars, 25. júlí, 8. 18. og 24.október, 4. og 20. nóvember.
Afgreiðsla: Fundargerðirnar lagðar fram
3. Fjárhagsáætlun 2014 seinni umræða. Eftirfarandi forsendur lagðar fram og samþykktar vegna ársins 2014
Útsvarsprósenta 12.53% + 1,20 vegna málaflokks fatlaðra samtals 13,73%
Fasteignaálagning :
A-stofn, 0.5% af fasteignamati. (íbúðar-og sumarhús, lóðir og lendur)
B-stofn, 1.32% af fasteignamati. (opinberar byggingar)
C-stofn, 0.5% af fasteignamati. (iðnaðar-verslunar- og þjónustuhús)
Rotþróargjaldið fari í kr. 9000.-
Grunngjald sorps verði áfram kr. 3000.- en soprgjaldið hækki um 10%
Gengið hefur verið frá samning við Momentum um innheimtu fasteignagjalda eftir eindaga og tekur hann tekur gildi 1. jan 2014
Gjalddagar fasteignagjalda verða 5. Eingöngu verður um rafræna innheimtu nema fyrir 6o ára og eldri.
Heimgreiðslur ungbarna verði kr. 40.000.-
Ferðastyrkur framhaldsskólanemenda verði 35.000. hver önn
Frístundastyrkur hækki í 25.000 hver önn fyrir aldurshópinn 6-16 ára
Ferðastyrkur til grunnskólanema-efsta stig í félagsmiðstöð á Kjalarnesi kr. 35.000 hver önn.
Ferðastyrkur til grunnskólanema-miðstig í félagsmiðstöðina á Kjalarnesi kr. 10.000 hver önn.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið með 2014 með smávægilegum breytingum
4. Drög að reglum um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi, Afgreiðsla: samþykkt til annarar umræðu
5. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2015,2016,2017, seinni umræða
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir áætlunina
6. Málefni hitaveitu- næstu skref.
Afgreiðsla: Ákeðið að halda fund með Orkunefndinni þegar skýrslan um nýjustu tilraunaholurnar frá ÍSOR er komin.
7. Starfsmannamál- samþykktir sveitarfélagsins
Afgreiðsla: Samþykkt að fara í vinnu við breytingar á samþykktum sveitarfélagsins
8. Næsti fundur verður 9. Janúar 2014
9. Samþykkt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd um kr. 100.000.- og til Kvennaathvarfsins kr. 100.000.-
10. Mál til kynningar
Fundi slitið kl 17:00 GGÍ