Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2013, 7. nóvember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Tillögur að breytingu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Hrafnkell Proppé kemur á fundinn og kynnti tillöguna og svaraði spurningum.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga samkvæmt 25.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
2. Fundargerðir nefnda:
Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 9. október
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina
Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 23. október
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina
Mennta- og menningarmálanefnd frá 4. nóvember
Afgreiðsla: Lögð fram
3. Viðauki/breyting á fjárhagsáætlun 2013, seinni umræða
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir viðaukann
4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, fyrri umræða
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að útsvarsprósentan verða óbreytt 13,73 fyrir árið 2014. Fasteignaprósentan verða óbreytt árið 2014. Afsláttur til eldri borgara vísað til seinni umræðugjö. Rotþróargjöld fari í Kr.9000.- og sorpgjald hækki um 10%. Að öðru leiti er fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu
5. Fjárhagsáætlun til fjörurra ára, fyrri umræða
Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu
6. Önnur mál
Við undiritaðir hreppsnefndarfulltrúar óskum að eftirfarandi verði bókað:
Megin innihald nýjasta „fréttabréfs“ hreppsins er kynning á tilteknu áfengisgerðafyrirtæki , verði á vörum ásamt afsláttarkjörum og boðaðri kennslu í gerð áfengis og vínsmökkun.
Eitt af lögbundum verkefnum sveitarfélaga er aðstoð við einstaklinga í áfengis og vímuefnavanda og að vinna að forvörnum.
Að auglýsa og kynna þessháttar kynningu á almennum viðburði á vegum hreppsins þar sem öll fjölskyldan á erindi, er ekki hægt að una við. Við hörmum því þennan gjörning.
Þá er rétt og nauðsynlegt að útsend „fréttabréf“ á vegum hreppsins séu undirrituð af þeim er þau semur og ef stendur til að senda út dreifibréf fyrir hönd hreppsnefndar að þau verði ekki send út fyrr en fulltrúar hreppsnefndar hafi lesið þau yfir og samþykkt.
Sigurbjörn Hjaltason
Rebekka Kristjánsdóttir
7. Mál til kynningar
a. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem inniheldur samanburð á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2012
b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 2013 sem var haldinn
miðvikudaginn 30.
Heimsókn Lögreglu höfuðborgarsvæðisins kl 16:00
Fundi slitið kl 17:00 GGÍ