Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2013, 4. júlí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Karl Magnús Kristjánsson(KMK), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Momentum, Benóný Harðarson kom á fundinn og kynnti tilboð þeirra í innheimtu á fasteignargjöldum fyrir Kjósarhrepp
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að ganga til samninga við Momentum. Framkvæmdastjóra falið að sjá um það.
2. Fundargerðir nefnda:
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 20. Júní
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.
Skipulagsnefnd:
01. Kristján Oddsson Neðri Háls sækir um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku.
Um er að ræða efnistöku á ca 1000 rúmmetrum af leir úr botni á eldri gryfjum vegagerðarinnar, sem liggja norðan við svokallaðan Nesveg í Hálsnesi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi þar til efnistöku.
02. Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð á svæði merkt F17b á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Vindáss 2 og 3 við Vindáshlíð og tekur deiliskipulagstillagan mið af því. Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta: Annars vegar Hamrahlíð sem er 5,44 ha. þar sem gert er ráð fyrir fjórum frístundalóðum á samtals 2,72 ha. og 2,72 ha. fyrir sameiginlegt svæði. Hins vegar Birkihlíð þar sem gert er ráð fyrir þremur lóðum fyrir frístundahús á 1,27 ha. lands.
Heildarskipulagssvæðið er 6,71 ha.
Skipulagshönnuður er Björn Kristleifsson arkitekt
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í landi Vindáss 2 og 3 dagsetta 18. Júní 2013 verði auglýst samkvæmt skipulagslögum nr.123/2010
03. Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Meðalfells á svæði merkt F10d á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Um er að ræða 25,670 m2 spildu við vesturenda Meðalfells. Tillagan gerir ráð fyrir fimm lóðum fyrir frístundahús samtals 16,821 m2 þar af eru tvær þeirra þegar byggðar
Skipulagshönnuður er Örn Þór Halldórsson arkitekt.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í landi Meðalfells dagsetta maí 2013 verði auglýst samkvæmt skipulagslögum nr.123/2010
04. Heimir Morthens og Þóra K. Sigursveinsdóttir óska eftir umsögn skipulagsnefndar um tillögu að deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu bændagistingu/ferðaþjónustu á rúmlega tveggja ha. lóð þeirra Hæðarskarði í landi Möðruvalla. Fyrirhugað er að byggja 9 smáhýsi auk íbúðar-og útihúsa.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur undir bókun skipulagsnefndar
b. Atvinnu- og ferðamálanenfd frá 19. Júní
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að lið 4
c. Atvinnu- og ferðamálanenfd frá 3. Júlí
Afgreiðsla:Fundargerð lögð fram.
3. Ný samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps samkvæmt 9.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Seinni umræða
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir nýja samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
4. Bréf frá Skipulagsstofnun, beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi
Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að svara Skipulagsstofnun.
5. Frá Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Verkefnalýsing send Kjósarhrepp til samþykktar.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir verkefnalýsingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040
6. Héraðsskjalasafn Kjósarhrepps, formleg ákvörðun
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að stofna héraðsskjalasafn Kjósarhrepps fáist til þess samþykki stjórnarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands og viðkomandi ráðuneytis
7. Beiðni frá Kjósarstofu um fjárstyrk vegan Kátt í Kjós.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000.-
8. Ósk um íbúðarhúsalóð í landi Möðruvalla 1
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að ekki séu að svo stöddu íbúðahúsalóðir til sölu í landi Möðruvalla 1
9. Fjárhagsáætlun vegna vinnu á árinu 2014 við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlun 2014
10. Mál til kynningar
Næsti fundur hreppsnefndar verði 29. ágúst í stað 5. september.
Afgreiðsla: samþykkt
Fundi slitið kl 15:20. GGÍ