Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2013, 8. maí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RB) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags- og bygginganefnd frá 7. maí
Bygginganefnd Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir afgreiðslu bygginganefndar.
Skipulagsnefnd
01.Pétur Jónsson Þúfukoti óskar eftir umsögn Bygginga-og skipulagsnefndar varðandi lífgasframleiðslu í tengslum við búgarðabyggð. Staðsetning fyrirhugaðrar gasgerðar er utan skipulagssvæðis. Framkvæmdin er skipulagsskyld. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulagsnefndar
02. Deiliskipulagstillaga búgarðabyggðar Þúfukoti.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags.22 apríl 2013. Þar er bent á að:
a. fjöldi húsa á búgarðalóð sé ekki í samræmi við aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017. Skilmálar verði uppfærðir í samræmi við aðalskipulag
b. Skipulagsstofnun leggur til að ákvæði um eldvarnir verði bætt inní skilmála.
Lagt er til að ákvæði þess efnis sé bætt inní skilmála
c.Fella þurfi úr gildi deiliskipulag fyrir 13 frístundahús sem staðfest var af skipulagsstofnun í maí 1992 sem er á sama stað og fyrirhuguð búgarðabyggð á að vera ogf að tillagan verði auglýst að nýju.
Lagt er til við hreppsnefnd að hún samþykki að fella úr gildi deiliskipulagið og fari að tilmælum skipulagsstofnunar Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fella úr gildi deiliskipulagið frá 1992, samkvæmt lið c og deiliskipulagstillagan að búgaðabyggð í Þúfukoti verði uppfært samkvæmt athugasemdum Skipulagsstofnunnar og auglýst að nýju
2. Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2012
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir ársreikning 2012 en samkvæmt honum er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins um kr. 17,3 m.kr.
3. Bókun hreppsnefndar Kjósarhrepps vegna skýrslu sem unnin var á vegum Faxaflóahafna um mengun vegna iðjuveranna á Grundartanga og vöktun umhverfisins vegna hennar.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps fagnar úttektar Faxaflóahafna, sem var gerð á stöðu umhverfismála á Grundartanga og næsta nágrennis. Þótt niðurstaða rannsóknanna hafi leitt í ljós og staðfest grun heimamanna um mikið álag mengandi efna frá verksmiðjusvæðinu þá er það jákvætt að niðurstaða liggi fyrir. Hreppsnefnd lítur svo á að ákveðnum botni hafi verið náð. Með yfirlýsingu Faxaflóahafna um að ekki geti orðið að frekari uppbyggingu mengandi starfsemi á Grundartanga er ákveðnum vendipunkti náð og hér eftir horfi til betra ástands. Í því ljósi lýsir hreppsnefnd Kjósarhrepps yfir eindregnum vilja sínum til að vinna með aðilum til að draga markvist úr útblæstri mengandi efna frá verksmiðjusvæðinu með það að markmiði að íbúar og atvinnurekendur í Hvalfirði geti við unað.
4. Breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, vegna
endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga, til samþykktar í auglýsingu sbr. 24. gr. skipulagslaga
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir ekki athugasemd við breytingatillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2014 en varðandi kafla 3.2.6. um landbúnaðarsvæði í greinargerð svæðisskipulagsins tekur sveitarstjórn undir orðalagsbreytingu “ Þar sem skörun reynist vera á milli Græna trefilsins, sbr. svæðisskipulag, og landbúnaðarsvæðis, sbr. afmörkun í aðalskipulagi, er landbúnaður ríkjandi landnotkun” og leggur til að Græni trefillinn endi við Blikdalsá/Ártúnsá.
5. Bréf frá Heimi Sigurðssyni
Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.
6. Bréf frá Ólöfu Þorgeirsdóttur og Sigurði Ásgeirssyni Hrosshóli
Afgreiðsla: Oddvita falið að svara bréfinu.
7. Atvinnumál unglinga og námsmanna í hreppnum í sumar.
Afgreiðsla: Frakvæmdastjóra falið að sjá um þau mál.
8. Mál til kynningar
a. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar no 34
Fundi slitið kl. 15:40 GGÍ