Fara í efni

Sveitarstjórn

440. fundur 11. apríl 2013 kl. 16:53 - 16:53 Eldri-fundur

 Kjósarhreppur

Árið 2013, 11. apríl  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RB) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.      Fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2012. Arna G Tryggvadóttir endurskoðandi PWC skýrði reikninga fyrir hreppsnefndarmönnum.

Afgreiðsla: Umræða hefur farið fram og vísað til annarrar umræðu.

 

2.      Fundargerðir nefnda.

a.      Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 12. mars

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram og framkvæmdastjóra falið að vinna með nefndinni að verkefninu.

 

3.      Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit Kjósarsvæðis

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir gjaldskrána

 

4.      Kjörskrárstofn vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl

Afgreiðsla:Hreppsnefnd  samþykkir  framlagðan kjörskrárstofn og kjörstaður verður í Ásgarði. Ef ekki koma fram athugasemdir er framkvæmdastjóra falið að ganga frá  kjörskrá.                      Hreppsnefnd  mun koma saman  til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

5.      Loftur og Loftur, umsókn um styrk

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að ræða við formann Kjósarstofu um styrkumsóknina og hugsanlega framkvæmd Kjósarstofu á Kátt í Kjós

 

6.      Bréf frá Höskuldi Pétri jónssyni varðandi uppgjör fasteignagjalda.

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að svara bréfi hans

 

7.      Mál til kynningar

 

a.      Fundargerðir SSH no 387

b.      Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar no 32 og 33

c.       Kynning á drögum að viðskiptaáætlun Hitaveitu Kjósarhrepps

d.      Kynning á Matsgerð  Sigmars Metúsalemsonar landfræðings vegna Harðbala 1 og Harðbala 2

e.      Minnisblað um línuleiðir innan Kjósarhrepps

f.        Lagt fram þinglýst afsal af Möðruvöllum 1, innfært 28. febrúar.

 

Fundi slitið kl.  16:30  GGÍ