Sveitarstjórn
Árið 2013, 7. febrúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RB) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags og bygginganefndar frá 30. janúar
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram
2. Bréf frá Ingibjörgu Invadóttir hdl er varða Jóni B Björgvinssyni og Halldóru Oddsdóttur, eigendur sumarhúss að Flekkudalsvegi 18a, Kjósarhreppi
Afgreiðsla: Erindinu frestað
3. Tilboð Kjósarhrepps í jörðina Möðruvelli 1 og drög að kaupsamningi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita og framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um kaupin samkvæmt staðfestu kauptilboði og drögum að kaupsamningi að því tilskyldu að öll málsgögn liggi fyrir.
Hreppsnefnd heimilar jafnframt oddvita og framkvæmdastjóra að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fjármagna kaupin.
4. Hitaveita Kjósarhrepps.
Afgreiðsla: hreppsnefnd samþykkir að halda áfram vinnu við gagnaöflun vegna hugsanlegrar hitaveitu
5. Önnur mál
Fundi slitið kl. 14:18 GGÍ