Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2013, 17. janúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 20:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RB) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Málefni Kjósarstofu:
Mættir voru frá Kjósarstofu: Ólafur Engilbertsso , Katrín Cýrusdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Ólafur Oddsson.
Ólafur Engilbertsson fór yfir rekstur Kjósarstofu á síðasta ári og hugsanlegt samstarf við Kjósarhrepp á þessu ári
2. Fundargerðir nefnda.
a. Umhverfisnefnd frá 10. desember
Afgreiðsla: Vegna liðs 3 þá samþykkir hreppsnefnd að setja málið í farveg í samráði við landeigendur, Vegagerðina og veiðifélagið. Vegna liðs 5 er vert að minna á að til eru lög og reglur um brennur í landinu og framkvæmdastjóra falið að kynna formönnum sumarhúsafélaga að brennur eru starfleyfisskyldar. Fundargerðin að öðru leiti lögð fram.
3. Bréf frá Helga Guðbrandssyni Hækingsdal
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að hamra áfram á að klára þrífösun rafmagns í Kjósarhrepp og oddvita falið að svara bréfinu.
4. Tilboð lagt fram í borð og stóla fyrir Félagsgarð og í öflugt A3 litafjölnotatæki fyrir skrifstofur hreppsins í Ásgarði
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að kaupa 150 nýja stóla í Félagsgarð. Hugað verði að breyttu rekstrarfyrirkomulagi hússins á árinu.
Hreppsnefnd ákveður að kaupa A3 litafjölnotatæki fyrir skrifstofur hreppsins.
5. Samþykkt hreppsnefndar Kjósarhrepps um að skipulags- og byggingarnefnd skuli fjalla um byggingaleyfisumsóknir áður en byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi.
Afgreiðsla: Samþykkt
6. Staða innheimtu fasteignagjalda Kjósarhrepps fyrir árið 2012 um sl. áramót
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að útistandandi fasteignaskuldir skuli fara í frekara innheimtuferli
7. Önnur mál
a. Fundargerðir 31. og 32. funda Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lagðar fram
Fundi slitið kl 23:14