Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2012, 13. desember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 14:30.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Karl Magnús Kristjánsson(KMK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt
2. Oddviti greindi frá ósk framkvæmdastjóra SSH um að Kjósarhreppur tæki að nýju til afgreiðslu niðurstöðu hreppsnefndar um svæðisskipulag í fundargerð lið 4, þann 29.11.2012. Sigurbjörn óskar að fá upplýst með tilliti til stjórnsýslulaga á hvaða grundvelli fyrri samþykkt skuli tekin upp. Oddviti greindi frá því að rétt væri að samþykkja erindið með vísan til 6. kafla stjórnsýslulaga þar sem fyrri afgreiðsla væri íþyngjandi fyrir málsaðila.
Tillagan borin upp og samþykkt með þrem atkvæðum (GD, GGí KMK, á móti SH og ÞJ).
3. Tekið er fyrir að nýju erindi Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dagsett, 27. 10.2012 sem sendir breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði 5, innkomnar athugasemdir og álit fagráðs til afgreiðslu í sveitarstjórnum skv. 25. greinar skipulagslaga.
Afgreiðsla: Samþykk breytingartillögunni eru: GD, GGÍ og KMK. Á móti er SH og ÞJ.
SH setur fram eftirfarandi bókun: Nú liggur fyrir ný afgreiðsla hreppsnefndar á breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins er varðar m.a. aukið byggingarmagn á lóð Landspítalans. Hvort endurtekin afgreiðsla samrýmist Stjórnsýslulögum eru áhöld um. Undirritaður er efins um að málalokin séu skynsamleg. Þar sem niðurstaða málsins er ekki mínu vilja undirorpin, þá er því treyst að fyrsta málsgrein Samstarfsyfirlýsingar Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík verði í heiðri höfð, en þar segir: “Fjölgað verði beinum atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál” og íbúum sveitarfélagsins gefið færi á að taka afstöðu til skipulagsbreytinganna
4. Sigurbjörn leggur fram tillögu um að Kjósarhreppur styrki Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur um kr. 180.000.- og Samtökum um Kvennaatkvarf um kr. 120.000.-
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillöguna.
Fundi slitið kl 16:00 GGí