Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2012, 29. nóvember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerð síðasta fundar
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina með smávægilegum breytingum.
2. Seinni umræða um fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2013
Afgreiðsla: Síðari umræða hefur farið fram og samþykkt. Hreppsnefnd ákveður að hækka þurfi gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps um 20%, gjald vegna hreinsunar og losunar á rotþróm um 17% og ferðastyrkur framhaldskólanema fer í kr 35.000.- árið 2013. Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á kr.13.896.126.-
3. Fyrri umræða um þriggja ára áætlun Kjósarhrepps
Afgreiðsla: Fyrri umræða hefur farið fram.
4. Breytingartillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Holtsgöng, Landsspítalalóð, send hreppsnefnd Kjósarhrepps til afgreiðslu.
Afgreiðsla: Atkvæðagreiðsla fór fram: Sigurbjörn Hjaltason greiðir atkvæði gegn breytingartillögunni á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er varða Holtsgöng og auknu byggingarmagni á lóð Landsspítalans. Breytingin felur í sér stóraukið byggingarmagn á lóð Landsspítalans frá gildandi Svæðisskipulagi og margfalt byggingarmagn miðað við núverandi byggingar. Sigurbjörn metur að ekki hafi verið séð fyrir hvernig umferðarmál verði leyst með raunsæjum hætti, með margfaldri starfsemi á lóðinni. Huga beri að hvort önnur staðsetning nýs Landspítala innan svæðisskipulagssvæðisins henti betur. Þórarinn Jónsson tekur undir bókun Sigurbjörns og greiðir atkvæði gegn breytingunni. Rebekka Kristjánsdóttir situr hjá. Guðmundur Davíðsson og Guðný G Ívarsdóttir leggjast ekki gegn breytingartillögunni.
5. Beiðni frá Hestamannafélaginu Herði um fjárstuðning vegna útgáfu á sögu félagsins
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að styrkja félagið um kr. 1000,- fyrir hvern íbúa í sveitarfélaginu.
6. Óskað er eftir því við hreppsnefnd að hún taki fyrir að nýju og samþykki aðalskipulagsbreytingu í landi Eyrar.
Afgreiðsla:Tekin fyrir ofangreind skipulagsbreyting sem hreppsnefnd samþykkti 5. september 2012. Vegna misbrests í auglýsingarferli skipulagstillögunar var skipulagstillagan auglýst að nýju þann 29. september 2012. Athugarsemdar fresti lauk 15. nóvember. Engar athugasemdar bárust. Hreppsnefnd samþykkir skipulagið en vísar að öðru leiti til fyrri afgreiðslu nefndarinnar frá fundi sínum 5. september 2012.
7. MAST leitar umsagnar Kjósarhrepps vegan Góu ehf um ræktunarleyfi í Hvalfirði
Afgreiðsla: Kjósarhreppur gerir ekki athugasemdir við leyfið.
8. Önnur mál
a. Hreppsnefnd samþykkir að það verði starfandi bygginganefnd í Kjósarhreppi út kjörtímabilið og ákvörðun verði send Stjórnartíðindum til auglýsingar
Fundi slitið kl 16:00 GGÍ