Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2012, 18. október er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 14:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar
Afgreiðsla: Breyta þarf lið 3 að vísa málinu til annarrar umræðu í hreppsnefnd.
2. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags- og bygginganefnd frá 1. október.
Bygginganefnd
Afgreiðsla: Fundargerðin framlögð Skipulagsnefnd Liður 01 Deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots . Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarveg nr. 47. og gerir tillagan ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti u.þ.b. 10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 20,4 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum 1,23 ha./ búgarð. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingamagn á búgarðalóðum verði allt að 800 m2.
Afgreiðsla: Fundargerð framlögð
b. Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 25. september
Afgreiðsla: Fundargerð framlögð
c. Fræðslu- og menningarmálanefnd frá 10. október.
Afgreiðsla: Varðandi lið 2 ákvað hreppsnefnd að koma á móts við foreldra með styrk til aksturs í félagsmiðstöðina. Varðandi lið 3 þá tekur hreppsnefnd undir hugmyndir að bókasafnskvöldum í vetur.
3. Skipun nýrra nefndarmanna í Félags- og jafnréttisnefnd og Atvinnu- og ferðamálanefnd
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákeður að skipa Dóru Sigrúnu Gunnarsdóttir í félags- og jafnréttisnefnd. Ólafur Engilbertsson baðst undan að vera aðalmaður í avinnu- og ferðamálnefnd og verður Rebekka Kristjánsdóttir aðalmaður.
4. Önnur umræða fór fram um breytingu á samþykktum fundarsköpum Kjósarhrepps og hljóða svo:
Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og bygginganefnd fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð nr. 400/1998 og nr. 1001/2011. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindsbréfi sem henni er sett.
5. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október
Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við hana
6. Bréf frá Landsambandi hestamannafélaga, beiðni um fjárstyrk vegna skráninu reiðleiða-kortasjá
Afgreiðsla: Hreppnefnd tekur vel í málið og framkvæmdastjóra falið að svara málinu
7. Erindi til sveitarstjórnar frá OpenStreetMap um aðgengi að kortagögnum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að veita aðgengi að gögnum sveitarfélagsins
8. Heimild til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
9. Íbúafundur í nóvember
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að hafa íbúafund á bókasafnskvöldi 14 .nóvember.
10. Álit Kjósarhrepps vegna starfleyfis á sviði mengunarvarna, eldi á 50 tonnum af bláskel í Hvalfirði
Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd
11. Mál til kynningar
a. Nýr samningur við iCell ehf um fjarskiptaþjónustu vegna netkerfis í Kjósarhreppi
b. Norðurlandaferð stjórna Sorpu bs og SSH 10. -13. júní 2012
c. Aðalfundur SSH 26. október
d. Tillaga að fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2013
e. Skýrsla um fasteignamat 2013
f. Ný skýrsla frá ÍSOR, MV-19 á Möðruvöllum í Kjós. Drög að afkastamælingu.
g. Bréf frá Línudans ehf
h. Bréf frá Umhverfis- og auðlyndaráðuneytinu vegna draga að heildstæðu frumvarpi til náttúrverndarlaga
i. Bréf frá Skipulagsstofnun, ósk um umsögn vegna tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024
j. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 28. september.