Fara í efni

Sveitarstjórn

415. fundur 23. ágúst 2012 kl. 16:36 - 16:36 Eldri-fundur

Árið 2012, 23. ágúst  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,                  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

  1. Hitaveita, staða mála og næstu skref. Orkunefnd Kjósarhrepps mætir á fundinn

Afgreiðsla: Ákveðið var að halda áfram að kanna grundvöll fyrir lagningu veitunnar.

2.      Fundargerðir nefnda

a.      Rit- og útgáfunefnd frá 28. júní

Fundargerðin framlögð

b.      Skipulags- og bygginganefnd no 61 frá 4. júlí

Bygginganefnd

Fundargerðin framlögð

c.       Fræðslu- og menningarmálanefnd frá 9. Júlí

Fundargerðin framlögð

d.      Skipulags- og bygginganefnd frá 2. ágúst

                    Afgreiðsla: Fundargerðinni frestað

 

3.      Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024(athugasemdarfrestur til og með 4. sept 2012)

Afgreiðsla: Vísað til skipulags-og bygginganefndar

4.      Fjallskil í Kjósarhrepp  haustið 2012. Lagt er til að lögréttir verði tvær, sunnudagana 16. september og 7. október í Kjósarrétt kl 16.00. Réttarstjóri verði Guðbrandur Hannesson

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjallskilin

5.      Bréf frá Höllu Lúthersdóttur, með ósk um áframhaldandi starf hjá hreppnum

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar

6.      Mál til kynningar

a.      Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 25. Júní

b.      Leigusamningur um aðstöðu innanhúss fyrir slökkvidælu í eigu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins  við Guðmund Magnússon Káraneskoti

c.       Skólaakstur veturinn 2012-2013. Samningurinn við Hjalla ehf var framlengdur um eitt ár. Brynja Lúthersdóttir ekur börnum úr Brynjudal í veg fyrir skólabílinn og Helgi Guðbrandsson ekur frá Hækingsdal að Hjalla.

d.      Nýtt fasteignamat fyrir árið 2013

e.      Bréf frá Kristni Haukssyni um hönnun ljósleiðara í kjós

 

Fundi slitið 15:30   GGÍ