Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2012, 27. júní er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 20:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Kosning oddvita og varaoddvita til næstu tveggja ára:
Afgreiðsla:Guðmundur Davíðsson var kosinn oddviti og Rebekka Kristjánsdottir varaoddviti til næstu tveggja ára með öllum greiddum atkvæðum.
2. Kjörskrá vegna forsetakosninga 30. Júní nk.
Afgreiðsla:Hreppsnefnd fór yfir kjörskrárstofninn og samþykkti hann
3. Samningur um skilgreiningu á ræktanlegu landi fyrir Kjósarhrepp en þetta verkefni er unnið í samstarfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Kjósarhrepps. Tilgangur þess er að þróa aðferð við að greina ræktanlegt land framtíðarinnar og útbúa stafræna fitju sem hægt er að nýta meðal annars sem stjórntæki við skipulagsvinnu. Verkefnið er unnið af Brynju Guðmundsdóttur og er til MSc, Luma-GIS
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að fara í verkefnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann
4. Mál til kynningar
Fundi slitið kl 21.22