Fara í efni

Sveitarstjórn

407. fundur 16. maí 2012 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2012, 15. maí  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 20:30.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

 

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.       Fundargerðir nefnda:

a.       Skipulags- og bygginganefnd frá  9. Maí

 

Bygginganefnd

Afgreiðsla:

 

Skipulagsnefnd                                                                                                                                             Tekin var fyrir skipulagsnefnd Kjósarhrepps bréf frá Reykjavíkurborg þar sem kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og samhljóða svæðisskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Landsspítala –Háskólasjúkrahús.Ennfremur var kynnt fyrirhuguð niðurfelling á Holtsgöngum.

 

Bókun Skipulagsnefndar: Skipulags – og bygginganefnd Kjósarhrepps telur ýmsa ágalla vera á tillögu Reykjavíkurborgar að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins samanber gögn sem lögð eru fyrir nefndina.                                                                               Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði í  heildar endurskoðun á Svæðisskipulaginu áður en ákvörðun um framlagðar breytingar verða teknar. Jafnframt telur nefndin að ekki séu lagðar fram nógu sannfærandi skýringar á áhrif aukins byggingamagns á umhverfi svæðisins m.t.t. umferðar, aðliggjandi byggðar og þeirrar starfsemi sem fyrirhugað er að auka  þ.e. sjúkrahússstarfsemi.                                                          Nefndin getur því ekki fallist áofangreind áform um breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins..                                                                                                

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps telur nauðsynlegt að farið verði í  heildar endurskoðun á Svæðisskipulaginu áður en ákvörðun um framlagðar breytingar verða teknar. Jafnframt telur nefndin að ekki séu lagðar fram nógu sannfærandi skýringar á áhrif aukins byggingamagns á umhverfi svæðisins m.t.t. umferðar, aðliggjandi byggðar og þeirrar starfsemi sem fyrirhugað er að auka  þ.e. sjúkrahússstarfsemi.                                                          Nefndin getur því ekki fallist áofangreind áform um breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins

 

2.      Bréf frá Jóni Guðmundssyni þar sem óskað er eftir að hreppsnefnd  taki til endanlegrar afgreiðslu tillögu að aðalskipulagsbreytingu í landi Eyrar

Afgreiðsla:Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir tillögu að aðalskipulagsbreytingu í landi Eyrar sem kynnt hefur verið samkvæmt 2.mgr. 30. gr. skipulagslaganna nr. 123, 2010. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að senda tillöguna  til athugunar  Skipulagsstofnunar.

 

3.      Lánsloforð  Orkusjóðs vegna hitaveituframkvæmda í Kjósarhrepp

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að ganga til samninga við Orkusjóð vegna lánsloforðs sjóðsins til borunar á vinnsluholu við Möðruvelli og ákveður að láta hefja borun sem fyrst.

 

4.      Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2011.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2011

 

5.      Mál til kynningar

a.       Ný tillaga að viðbyggingu  við Félagsgarð frá  frá G. Oddi  Víðissyni.

Afgreiðsla: Lögð fram