Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2012, 2. febrúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Mál sem tekin eru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefnd frá 26. janúar
Afgreiðsla: Ákveðið var að vinna áfram að lið 3 um að setja upp við hvert íbúðarhús í Kjósarhrepp bláu tunnuna en í hana á að setja endurvinnanlegan úrgang s.s. eins og pappír. Hreppsnefnd tekur jákvætt undir lið 4.
b. Skipulags- og bygginganefnd frá 31. janúar
Bygginganefnd Afgreiðsla: Samþykkt
Skipulagsnefnd
1.1. Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla .Skipulagssvæðið nefnist Möðruvellir 1 Lækir. Tillagan gerir ráð fyrir sjö ca. 0,7 ha. lóðum fyriir frístundahús Afgreiðsla: Tillagan er dagsett 10.01 2012 og er samþykkt til umsagnar. 1.2. Landsnet hf. óskar eftir að skipulagsyfirvöld í Kjósarhreppi taki inn á aðalskipulag breytingar á línuleið Brennimelslínu 1, 220/400 KV. Breytingin gengur út á spennuhækkun línunnar í 400 KV og minniháttar breytingu á legu línunnar samhliða endurbyggingu hennar. Áformin hafa verið kynnt landeigendum á línuleiðinni. Afgreiðsla: Bókun: Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar alfarið hugmyndum Landnets hf. um stækkun til aukinnar flutningsgetu háspennulínu sem fer um sveitarfélagið Kjós að Grundartanga í Hvalfirði. Hreppsnefnd er alfarið á móti aukinni mengandi iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirði og telur að starfsemin á Grundartanga hafi þegar valdið íbúum og fasteignaeigendum í Kjósarhreppi ómældu tjóni og telur það algjört forgangsverkefni að draga úr umhverfisáhrifum þegar starfandi iðnfyrirtækja á Grundartanga.
1.3.Sigurbjörn Hjaltason Kiðafelli óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi framkvæmdir við fyrirhugaða siglingaraðstöðu í Snorravík í landi Eyrarkots. Ennfremur er óskað eftir umsögn nefndarinnar hvort um sé að ræða leyfisskylda framkvæmd sé að ræða samkv. 27 gr. í skipulagslögum. Afgreiðsla: Sigurbjörn víkur af fundi. Hreppsnefnd tekur vel í málið og er sammála nefndinni um að óskað verði eftir að stærð varnargarða og flotbryggju sé vel skilgreind.
2. Hækkun gjaldskrár um 5% fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnir á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis nr. 532/2009
Afgreiðsla: Samþykkt
3. Ályktun undirrituð af Ólafi Engilbertssyni fyrir hönd starfshóps um öryggismál í Kjósarhreppi
Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu til íbúafundar sem halda á seinni hluta febrúar.
4. Kjósarstofa óskar eftir fjárframlagi frá Kjósarhrepp kr. 2.460.000.- vegna starfa ársins 2012
Afgreiðsla: Hreppsnefnd list vel á áætlun Kjósarstofu og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu með formanni stofunnar í samræmi við umræður á fundinum.
5. Gjöf frá Kvenfélagi Kjósarhrepps, en kvenfélagið gaf allan gróður í nýju beðin við Félagsgarð
Afgreiðsla: Hreppsnefnd þakkar kvenfélaginu höfðinglega gjöf.
6. Bréf frá Níelsi S Jónssyni vegna vegtenginga frá Þúfukoti að Lyngholti og Hálsakoti
Afgreiðsla: Lagt fram
7. Mál til kynningar
a. Lögð fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 23. janúar
b. Erindisbréf fyrir skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
c. Viljayfirlýsing SSH og sveitarfélaga á Suðurnesjum um framtíðarmöguleika á lestartengingu milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og miðborgar Reykjavíkur
Fundi slitið kl. 15.09 GGÍ