Fara í efni

Sveitarstjórn

392. fundur 05. janúar 2012 kl. 16:35 - 16:35 Eldri-fundur

Árið 2012, 5. janúar  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

1.       Kjósarstofa, stjórn Kjósarstofu  kemur á fundinn að kynna fyrirhugaða starfsemi ársins 2012

Mætt voru fyrir hönd Kjósarstofu Ólafur Engilbertsson, Bergþóra Andrésdóttir, Ólafur Oddsson og Katrín Cýrusdóttir.

Ólafur Engilbertsson kynnti fyrirhugaðar hugmyndir að starfsemi Kjósarstofu þessa árs og talaði þar á meðal um áframhald þeirra verkefna að koma á fót samfélagsmiðstöð, upplýsingamiðstöð og koma á framfæri matvælaframleiðslu hreppsbúa meðal annars með matarhátíðinni “Krásir í Kjós” og fleira. Hugmyndir voru ræddar um hvernig væri best að stýra þeim fjölda ferðamanna sem stöðva við Laxárbrú að njóta fegurðinnar við ána án truflunar við veiðimenn. Hugmynd kom upp að ráða starfsmann í sumar til að hrinda verkefnum Kjósarstofu í framkvæmd.

2.       Fundargerðir nefnda

a.       Samgöngu og fjarskiptanefnd frá 24. október

Afgreiðsla: Lögð fram en hreppsnefnd leggur til að nefndin athugi með áætlaðan kostnað við að leggja ljósleiðara að Félagsgarði

3.       Afgreiðsla frá 119. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar en í henni felst beiðni um að Kjósarhreppur taki þátt í að greiða kostnað vegna fyrirlesara á fundi með ferðaþjónustuaðilum við Hvalfjörð.

Afgreiðsla: Hafnað

4.       Fyrirspurn kom frá Siglingastofnun um hvort væru einhverjar reglur um  siglingar á Meðalfellsvatni, það er að segja hvort mönnum væri heimilt að sigla þar á 5m löngum báti

Afgreiðsla: Lagt fram

5.       Bréf frá Einari Frey Einarssyni um skráningu lögheimilis í sumarhúsahverfi við Hjarðarholtsveg

Afgreiðsla: Hafnað samkvæmt þeirri  reglu  að ekki megi skrá lögheimili í skipulögðu sumarhúsahverfi

6.       Bréf frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu vegna breytinga á aðalskipulagi Kjósarhrepps  2005-2017 þar sem ráðuneytið vekur athygli sveitarstjórnar á þeirri ábyrgð sem felst í skipulagi lands til fjölþættra nota.

Afgreiðsla: Lagt fram

7.       Mál til kynningar

a.       Lögð fram 9. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 19. desember

b.      Lagðar fram fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu no. 25 og 26

c.       Lögð fram fundargerð 792. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

d.      Lögð fram fundargerð frá fundi Vegagerðarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skil á vegum, dagsettur 19. desember.

e.      Lagðir fram minnispunktar um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu

f.        Kynnin á hlutverki SSH á umsóknum á Taiex og IPA styrkjum

 

Fundi slitið kl 13.00 GGÍ