Fara í efni

Sveitarstjórn

389. fundur 17. nóvember 2011 kl. 14:39 - 14:39 Eldri-fundur

Árið 2011 var fundur var haldinn með hreppsnefnd Kjósarhrepps og Lögreglu höfuðboragsvæðisins í Ásgarði og hófst kl 16.

 

Mættir voru hreppsnefndarmennirnir: Guðmundur Davíðsson, Rebekka Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Hjaltason og Guðný G Ívarsdóttir

Frá íbúasamtökunum: Hermann Ingólfsson og Björn Ólafsson.

Lögreglustjórinn Stefán Eiríksson og aðstoðarlögreglustjórinn Hörður Jóhannesson  mættu ásamt sjö öðrum

 

Farið var yfir þróun brota í Kjósarhreppi frá 2008-2011 og kom í ljós að brotum hefur verið að fjölga. Innbrot sem af er ári eru nú 16, aðeins eitt bílslys og engin hefur tilkynnt líkamsárás.

 

Síðan voru miklar umræður um nágrannavörslu og forvarnir gegn innbrotum.

 

Fundi slitið kl. 17:15 GGÍ