Sveitarstjórn
Árið 2011, 1. september er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Dagskrá:
1. Fundargerð hreppsnefndar frá 7. júlí lögð fram til samþykktar
Afgreiðsla:
2. Fundargerðir nefnda
a. Atvinnumálanefnd frá 11. ágúst
Afgreiðsla: Lögð fram
b. Skipulags- og bygginganefnd frá 15. ágúst
Bygginganefnd
Afgreiðsla: Lögð fram.
c. Fræðslu- og menningarmálanefnd frá 30. ágúst
Afgreiðsla. Samþykkt að fela nefndini að koma með tillögu að gjaldskrá fyrir innheimtu leikskólgjalda. Hreppsnefnd samþykkir lið 2.
d. Húseignanefnd frá 31. ágúst
Afgreiðsla: Hreppsnefnd lýst vel á tillögu Odds Víðissonar að viðbyggingu/geymslubyggingu við Félagsgarð og samþykktir að láta vinna málið áfram.
3. Fjallskil í Kjósarhreppi haustið 2011. Lagt er til að lögréttir verði tvær, sunnudagana 18. september og 9. október í Hækingsdal kl 16,00. Réttarstjóri verði Guðbrandur Hannesson.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir þau.
4. Umsóknir um ný rimlahlið við hús sín hafa borist frá Magnúsi I Kristmannsyni Stekkjarhóli og Ólafi M Magnússyni Stóru-Skál.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd áréttar fyrri bókanir um að girðingar þurfi að vera komnar að hliðstæðinu til að hún samþykki umsókn um rimlahlið. Framkvæmdastjóra falið að skoða hvort einhversstaðar séu til hlið sem séu ekki að koma að notum.
5. Bréf frá sumarhúsafélaginu í Norðurnesi með beiðni um leyfi til að setja upp fjarstýrt opnanlegt hlið á veginn inn í sumarhúsahverfið og staðsetningin verði neðan við ármót Svínadalsár og Trönudalsár.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd áréttar fyrri bókun frá 8. apríl 2010 um að hún sé mótfallin lokun á fornri þjóðleið.
6. Bréf frá Ólafi Engilbertssyni Borgarhóli um nágrannagæslu vegna ítrekaðra innbrota í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur undir hugmyndina um nágrannagæslu en telur ekki að það sé í hlutverki hennar á koma henni á.
7. Bréf frá stjórn SSH um tillögu að samstarfssamningi um þjónustu fatlaðra um samþykki sveitarfélaganna á verklagsreglum mats- og inntökuteymis, og um fjárveitingu vegna tímabundinna ráðningar starfsmanns fyrir samráðshópinn
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillöguna.
8. Sex mánaða uppgjör lagt fram til kynningar
9. Önnur mál
a. Bréf lagt fram frá Hrafnhildi Hafsteinsdóttur Meðalfellsvegi 17, þess efnis að hreppsnefnd finni úrræði til að hraðatakmarkanir séu virtar á Meðalfellsvegi og komi þannig í veg fyrir slys af þeim völdum.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd er meðvituð um þetta vandamál en unnið hefur verið að þeirri hugmynd að
b. Fundargerð SSH frá 15. ágúst lögð fram
Fundi slitið kl 15:58 GGÍ