Sveitarstjórn
Árið 2011, 26. maí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 16:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
Dagskrá:
1. Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2010
Lögð var fram bókun frá skoðunarmönnum ársreiknina Kjósarhrepps um ábendingar varðandi ársreikning 2010.
Afgreiðsla: Seinni umræða hefur farið fram og hreppsnefnd undirritaði reikningana.
2. Þriggja mánaða uppgjör lagt fram til kynningar
3. Lagðar fram viðmiðunarreglur Kjósarhrepps um styrki til ferðaþjónustu fatlaðra til samþykktar.
Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir viðmiðunarreglurnar
4. Önnur mál
a. Lóðaleigusamningur við Bílfell ehf. um leigu á spildu undir Kjósarrétt, en þar er gert ráð fyrir leigu til 25 ára og er ársleiga kr. 160.000.- og tekur breytingum byggingavísitölu. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir samninginn
b. Lögð fram fundargerð frá umhverfis,náttúru og landbúnaðarnefnd frá 25. maí.
Fundi slitið kl 18:27 GGÍ