Sveitarstjórn
Árið 2011, 12. maí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Karl Magnús Kristjánsson, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar. Engar athugasemdir gerðar
2. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags og bygginganefnd frá 2. maí
Bygginganefnd.
Afgreiðsla hreppsnefndar á byggingarnefndarhluta fundargerðarinnar. Engar athugasemdar voru gerðar við liði 1-8
Skipulagsnefnd
1.1. Björn Kristleifsson arkitekt, leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Hamrahlíðar í Vindáshlíð. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að 5,44 ha. spildu sé skipt upp í 5 hluta þar sem einn hlutinn er 2,72 ha. sem er efri hluti spildunnar og hugsaður sem sameiginlegt svæði og ekki ætlað undir byggð. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum 0,68 ha. frístundalóðum þar sem tvær þeirra eru þegar byggðar. Afgreiðsla:Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu bygginganefndar
1.2. Bjarni Sv. Guðmundsson og Katrín Sif Ragnarsdóttir eigendur sumarhússins Litlu Þúfu lnr. 213818 óska eftir að húsi sínu verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús. Ennfremur er óskað eftir umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis skv. 17gr. jarðarlaga. Afgreiðsla:Oddvita falið að hafa samband við þau frekar um málið.
1.3 Sigurbjörn Hjaltason Kiðafelli óskar eftir umsögn bygginga-og skipulagsnefndar vegna framkvæmdar við bátavör og skjólgarðs í Snorravík í landi Eyrarkots. Leitað er eftir áliti nefndarinnar hvort um sé að ræða minniháttar framkvæmdir í skilningi 27.gr. laga nr.73 frá 28 maí 1997 ( Nú skipulagslög nr.123/2010,13.gr.) og því hvort hún kalli á umsögn Umhverfisstofnunar samkvæmt 38. Gr. laganrhvort umræddar framkvæmdir falli undir skilgreiningu aðalskipulags Kjósarhrepps. Afgreiðsla:Lagt fram
1.4 Sigurbjörn Hjaltason óskar eftir umsögn bygginga-og skipulagsnefndar uppdælingu skeljasands í fjöruborð í Snorravík í landi Eyrarkots. Leitað er eftir áliti nefndarinnar hvort um sé að ræða meiriháttar framkvæmdir skv. 27.gr. laga nr.73 frá 28 maí 1997 og því hvort hún kalli á umsögn Umhverfisstofnunar, samkvæmt 38. gr. laga nr. 44 frá 1999 Afgreiðsla: Hreppnefnd samþykkir að leyfi verði veitt
1.5 Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á lóðarblaði. Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ákvörðun skipulagsnefndar.
b. Samgöngu- og fjarskiptanefnd frá 30.mars
Afgreiðsla: Lögð fram
c. Atvinnumálanefnd frá 24. apríl
Afgreiðsla: Lögð fram
3. Fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2010
Sigurður Guðmundsson gerir grein fyrir honum og svarar fyrirspurnum. Vísað til seinni umræðu
4. Verklagsreglur fyrir hreppsnefnd vegna afgreiðslu á óskum um breytta landnotkun, úr frístundabyggðalóðum í íbúðalóðir
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir verklagsreglurnar
5. Ósk Jónu Thors og Magnúsar B Magnússonar um heimild til að hefja vinnu vegna umsókna um breytingu á aðalskipulagi vegna lóða þeirra við Miðbúð 5, 6 og 7.
Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir að þau geti hafist handa við umsókn á breytingu á aðalskipulagi
6. Staðfesting á verklagsreglum byggingafulltrúa vegna smáhýsa allt að 6m2
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir verklagsreglurnar
7. Styrkbeiðni frá Hvalfjarðarklasanum
Afgreiðsla: Hafnað þar sem þegar hefur verið full ráðstafað af þessum málaflokk á fjárhagsáætlun ársins 2011.
8. Beiðni frá sumarhúsafélaginu í Norðurnesi og eigendum sumarhúsa við Hjarðarholtsvegum að vegirnir að hverfum þeirra verði gerðir að héraðsvegum samkvæmt 8.gr vegalaga nr. 80/2007
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að senda Vegagerðinni beiðni þar um, að viðbættum veginum að Sandslundi
9. Hugmyndir að breytingum við Félagsgarð lagðar fram til umræðu, þ.e.a.s. teikning eftir Jón Guðmundsson af geymsluhúsnæði við norðurvegg hússins og umhverfishönnun Heiðu Aðalsteinsdóttur við suðurhlið hússins . Ákveðið að halda áfram með hugmyndirnar.
10. Bréf frá Guðríði Gunnarsdóttur og Birni Ólafssyni á Þúfu, þar sem farið er fram á að hreppsnefnd hafi milligöngu um að finna eða útvega stað fyrir bryggjusporð eða flotbryggju
Afgreiðsla: Lagt fram
11. Bréf frá Velunnurum Kjósarréttar um að hreppsnefnd staðfesti fjárframlag til endurgerðar réttarinnar
Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir fjárframlag til verkefnis. Rebekka er ekki hlynnt þessari ákvörðun hreppsnefndar og telur þessa framkvæmd ekki vera forgangsmál og situr því hjá.
12. Önnur mál
a. Bréf um ferð sveitarstjórnarmanna til Brussel
b. Ársreikningur SSH fyrir árið 2010 lagður fram
c. Bréf frá Bændasamtökunum um að tekið hafi verið fyrir erindi Kjósarhrepps um tilraunaverkefni „Drög að skilgreiningu á akuryrkjulandi í skipulagi“