Sveitarstjórn
Árið 2011, 7. apríl er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 17:00.
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.
1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags og bygginganefnd frá 21. mars
Bygginganefnd. Jón Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og gerði grein fyrir þeim málum sem skipulags- og bygginganefnd fjallaði um á síðasta fundi
Afgreiðsla hreppsnefndar á byggingarnefndarhluta fundargerðarinnar. Engar athugasemdar voru gerðar við lið 1.1 og lið 1.2
Varðandi lið 1.3 þá var honum frestað.
Skipulagsnefnd
Liður 1.1 Landlínur fyrir hönd lóðaeigenda, Hrings, Dalsbakka og Vatnsbakka í landi Flekkudals óska eftir breytingu á aðalskipulagi. Sótt er um að breyta 2,5 ha skika úr landbúnaðarnotkun í frístundalóðir. Fyrirhugað er að deiliskipuleggja frístundabyggð á skikanum
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykktir þessa breytingu á Aðalskipulagi og verði meðhöndluð sem óveruleg breyting
Liður 1.2 Þar leggur skipulagsnefnd til að vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulags í landi Skorhaga árið 2004 verði það ferli aftur sett af stað.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að deiliskipulagið fari aftur í auglýsingaferli
Liður 1.3 Þar sækja Jóna Thors og Magnús B Magnússon eftir heimild til að hefja vinnu vegna umsókna um breytingu á aðalskipulagi vegna lóða sinna Miðbúð 5,6 og 7. Afgreiðsla: Frestað
b. Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 30.mars
Afgreiðsla: Lögð fram
c. Orkunefnd frá 24. febrúar
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt. Hreppsnefnd samþykkir að taka tilboði Ræktunarsambands Flóa-og Skeiða ehf um borun á virkjunarholu í landi Möðruvalla upp á kr.18.659.000.-
d. Félags-og jafnréttisnefnd frá 23. febrúar
Afgreiðsla: Lögð fram
2. Kjörskrárstofn Kjósarhrepps
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir framlagða kjörskrá
3. Þjónustuskiltin við Hvalfjörð
Afgreiðsla: Samþykkt er að taka þátt í kostnaði við gerð og uppsetningu á skiltunum.
4. Önnur mál
a. Lögð fram drög að ársreikningi Kjósarhrepps fyrir árið 2010
b. Endurnýjun á sófum í Félagsgarði. Tilboð hefur borist frá GÁ húsgögnum um smíði á sófum niðri við barinn í Félagsgarði.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn heimilaði að taka tilboði þeirra.
c. Lagt var fram bréf eða álit lögmanns Sambandsins Íslenskra sveitarfélaga á stöðu nefndarmanns innan nefndar ef hann flytur lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.
d. Beiðni kom frá Snorra Hilmarssyni í Sogni um framkvæmdaleyfi til að ýta göngustíg fyrir nautgripi í hlíðinni fyrir ofan Sogn.
Afgreiðsla: samþykkt
e. Beiðni kom frá eigendum Laxárnes um að tengja Laxárnes við vatnslögninni að Félagsgarði. Málið lagt fram til kynningar.
f. Erindi lagt fram frá sumarhúsaeigendum í Norðurnesi um að vegurinn að sumarhúsahverfinu verði gerður að héraðsvegi.
Afgreiðsla: Ákveðið að leita álits sérfræðinga Vegagerðarinnar vegna málsins
g. Tilboð kom frá Spóni ehf um endurgerð á Möðruvallarétt. Hreppsnefnd hvetur til að félag velunnara Möðruvallaréttar stofni með sér félag og komi málinu af stað