Fara í efni

Sveitarstjórn

359. fundur 11. mars 2011 kl. 10:38 - 10:38 Eldri-fundur

Árið 2011, 10. mars er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

 

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Rit-og útgáfunefnd frá 15. febrúar

Afgreiðsla: Lögð fram og vísað að öðru leiti til liðar 2.

b.      Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 23. febrúar

Afgreiðsla: Lögð fram. Hreppsnefnd er hlynnt því að koma verkefninu Kjósarstofu á laggirnar til reynslu. Framkvæmdastjóra og oddvita falið að funda með nefndinni á grundvelli umræðna á fundinum

c.       Orkunefnd frá 24. febrúar

Afgreiðsla: Samþykkt

d.      Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd frá 3. Mars

Afgreiðsla: Lögð fram

e.      Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Afgreiðsla: lögð fram

 

2.      Samningur við Gunnar Óskarsson lagður fram til samþykktar

Afgreiðsla: Samþykktur

 

3.      Tólf mánaða uppgjör en sent var til Hagstofunnar 17. febrúar lagt fram til kynningar.

Afgreiðsla: Lögð fram

 

4.      Önnur mál

 

a.      Bréf frá Leikskólasviði Reykjavíkur um hækkun á leikskólagjöldum lagt fram til kynningar

b.      Fyrirhugaður fundur um brunavarnir í Kjós. Til kynningar

c.       Bréf frá Menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar um að Kjósarhreppur verði með á skilti við Hvalfjörð.  Framkvæmdastjóri setji sig í samband við Hvalfjarðasveit um málið.

d.      Ósk frá Sigurði Guðmundssyni lögmanni, um að taka á leigu herbergið á ganginum uppi. Samþykkt

e.      Námskeið fyrir ritara og formenn nefnda verður væntanlega í lok mars.

f.        Lagt var fram bréf frá Jóhönnu Hreinsdóttur, formanni félags- og jafnréttisnefndar.

g.      Samþykkt er að leita eftir tilboðum í bankaviðskipti fyrir Kjósarhrepp

Fundi slitið, kl, 16:15 (GGÍ)