Fara í efni

Sveitarstjórn

351. fundur 19. janúar 2011 kl. 10:43 - 10:43 Eldri-fundur

Árið 2011, 18. janúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson

 

1.      Þriggja ára áætlun Kjósarhrepps, fyrri umræða

Afgreiðsla: Samþykkt til seinni umræðu

 

2.      Drög að samningum við Mosfellsbæ um ráðgjafaþjónustu, barnavernd og sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk

Afgreiðsla: Samningarnir samþykktir samhljóða

 

3.      Önnur mál

a.      Skipulagsmál. Ákveðið er að boða fund með  hreppsnefnd, byggingafulltrúa og skipulags- og bygginganefnd vegna undirbúnings fyrir endurskoðun aðalskipulags.

b.      Geymslubygging við Félagsgarð.  Umræður og ákveðið að halda áfram með hugmyndina

c.       Haraldur Magnússon óskaði eftir lausn frá setu í atvinnumálanefnd og var Katrín Cýrusdóttir skipuð í hans stað.

d.      Bréf um áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda, til kynningar.

e.      Ný gögn frá Ísor lögð fram til kynningar

 

4.      Heimsókn frá umhverfisvakt Hvalfjarðar

Mætt var stjórn  Umhverfisvaktar Hvalfjarðar þau: Ragnheiður Þorgrímsdóttir formaður, Daníella Gross, Gyða Björnsdóttir, Jóhanna Harðardóttir ásamt Þórarni Jónssyni, hreppsnefndarmanni.  Guðmundur Davíðsson oddviti bauð þau velkomin og gaf  formanni orðið og kynnti hún fyrir fundarmönnum helstu verkefni og stefnu félagsins.