Sveitarstjórn
Ár 2010, 16. desember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson
1. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags og bygginganefnd frá 23. nóv
Afgreiðsla: Samþykkt án athugasemda
2. Ráðningasamningur framkvæmdastjóra
Afgreiðsla: Samþykktur án athugasemda
3. Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2011, fyrri umræða
A. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2011
a.Útsvarshlutfallið verður óbreytt eða 12,53% en til viðbótar verður lagt á 1,20% vegna tilfærslu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, samtals 13,73%
b. Álagning fasteignagjalda verður óbreytt. Fasteignaskattur A, 0,50% fasteignaskattur B, 1,32% og fasteignaskattur C, 0,50% af fasteignamati.
c.Felldur er niður fasteingaskattur af íbúðarhúsnæði ellilífeyrisþega
d. Sorphirðugjald hækkar vegna íbúðarhúsnæðis í kr. 17.270.- reksturs kr. 13,420.- og vegna sumarhúsa kr. 5000.-
e. Rotþróargjald hækkar í kr. 6000.- á ári
f. Heimgreiðslur ungbarna verða kr. 40.000.-á mánuði
g. Frístundastyrkur barna frá þriggja ára aldri verður kr. 20.000.- á önn
h. Ferðastyrkur framhaldsskólanema verður kr. 30.000.- á önn
B. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda
Gjalddagar verða þrír, í mars, júní og september. Fyrsti gjalddagi er 15. mars 2011
Samþykkt að vísa henna til seinni umræðu
4. Aðalskipulag Kjósarhrepps
Jón Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir minnisblað með hreppsnefndarmönnum vegna endurskoðunar á aðalskipulags Kjósarhrepps. Ákveðið var að ganga til samninga við Landlínur í verkið á forsendum framlagðs tilboðs um einingarverð.
5. Önnur mál
a. Nýr nefndarmaður samþykktur í atvinnumálanefnd. Ólafur Engilbertsson Borgarhóli