Sveitarstjórn
Ár 2010, 7. október er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00
Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson
1. Fundargerðir nefnda
a.Skipulags-og bygginganefnd Afgreiðsla: Samþykkt
b. Fræðslu- og menningarmálanefnd frá 8. september
Afgreiðsla: Varðandi lið 3. um frístundastyrki til leikskólabarna til jafns við grunnskólabörn. Sveitarstjórn samþykkir að greiða leikskólabörnum frístundstyrki og er Fræðslunefnd falið að vinna frekar að reglum um málið
c. Félags- og jafnréttisnefnd frá 6. október
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt og einnig lagði nefndin fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Kjósarhrepps til kynningar.
d. Húsnefnd Félagsgarðs frá 26. september
Afgreiðsla: Lögð fram
e. Orkunefnd frá 16.Júlí Afgreiðsla: Lögð fram
f. 22. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Lögð fram.
2. Lögð fram erindisbréf fyrir: Orkunefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, samgöngu- og fjarskiptanefnd til kynningar og umræðu
3. Lagning rafmagnsá Endurvinnsluplan Lagt er fram tilboð frá RARIK í lagningu rafmagnslínu að Endurvinnsluplaninu í Kjós.
Afgreiðsla: Samþykkt að ganga að tilboðinu og hefja framkvæmdir
4. Umsókn um leigu á Félagsgarði
Lögð er fram ósk frá Erni Viðari Erlendssyni um að taka Félagsgarð á rekstaraleigu til næstu 10 ára.
Afgreiðsla: Oddvita og framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi
5. Framlag hreppsins til reiðvegamála. Bréf kom frá Hestamannafélaginu Adam um kr. 700.000.- styrk vegna reiðvegagerðar. Afgreiðsla: Tekið er jákvætt í málið en að öðru leiti er málinu vísað til samgöngunefndar
6. Átak í brunavörnum í Kjósarhreppi. Óskavar eftir tilboði frá Eldvörn ehf um kostnað ef afhent væri eitt slökkvitæki inn á hvert heimili. Tilboð rætt frá Eldvörn ehf Afgreiðsla: Samþykkt að vinna málið áfram
7. Önnur mál.
a. Lausaganga stórgripa, umræða um að minna enn og aftur á að lausaganga stórgripa í Kjósarhreppi er bönnuð.
b. Farið var yfir tilboð í borun á tilraunholum við Möðruvelli. Ákveðið var að fá Kristján Sæmundsson á fund með orkunefnd og hreppsnefnd strax eftir helgi.