Fara í efni

Sveitarstjórn

324. fundur 13. ágúst 2010 kl. 10:44 - 10:44 Eldri-fundur

Ár 2010, 12. Ágúst  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason,  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson

 

1.      Fundargerðir nefnda lagðar fram

a.Starfskjaranefnd frá 5. ágúst. Karl Magnús Kristjánsson kom á fundinn og kynnti niðurstöður nefndarinnar.

b.Skipulags og byggingarnefndar frá 20. júlí.

Afreiðsla: Samþykkt og gerum ekki athugasend við liðinn um skipulagshluti nefndarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við óverulega breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins-sjúkrahúsi Sólvallalandi

c. Félags og jafnréttisnefnd frá 4. ág 11. ágúst.

Afgreiðsla: Samþykkt að tilnefna Jóhönnu Hreinsdóttur sem fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra og Evu Mjöll Þorfinnsdóttur sem varamann

2.      Erindisbréf nefnda, lagt fram til kynningar

Félags- og jafnréttisnefnd, Fræðslu- og menningarmálanefnd, Atvinnu- og ferðamálanefnd, Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd

 

3.      Fyrri umræða um stjórn og fundarsköp fyrir Kjósarhrepp

 

4.      Umsókn um lögheimili, þriggja fjölskyldna  „Óstaðsett í húsi“

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að fá skrifleg gögn um réttarstöðu Kjósarhrepps gagnvart málinu frá viðeigandi stofnunum

5.      Fjallskil

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að sjá um málið

 

6.      Samningar um heimild til rannsókna á jarðhitaleit í landi Möðruvalla 1 og Möðruvalla 2,  dagsettur 3.ágúst 2010 lagður fram til staðfestingar hreppsnefndar

Afgreiðsla: Samþykktur

7.      Önnur mál

Tveir aðilar óska um að skrá sumarhús sín sem( lögbýli) íbúðarhús

Afreiðsla: Hafnað, þar sem húsin eru í frístundabyggð og málinu að öðru leiti vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi

 

Bréf barst frá sumarhúsaeigendum við Sandsá í landi Eyja1 vegna ágangs veiðimanna og ferðafólks við Sandsá

Ákveðið var að vísa málinu til Veiðifélags Kjósarhrepps

 

Bréf barst frá íbúum á Lækjarbraut 2,3,4 dagsett 25. Júní,  vegna frágangs  lóðar við  Lækjarbraut 1,

Afgreiðsla: Bréfið hefur verið sent byggingafulltrúa sem þegar hefur gripið til ráðstafana

 

Bréf barst frá lóðareiganda á Lækjarbraut 1. dagsett 28. Júlí sem er svar við bréfi byggingafulltrúa frá 27. Júlí um samkomulag um lóðafrágang við Lækjarbraut 1

Afgreiðsla: Vísað til byggingafulltrúa að svara bréfinu

 

6 mánaða uppgjör lagt fram til kynningar