Fara í efni

Sveitarstjórn

316. fundur 06. maí 2010 kl. 13:25 - 13:25 Eldri-fundur

 

 

KJÓSARHREPPUR

 

 

Ár 2010,  6. maí  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.           

 

a.       Skipulags- og byggingarnefndar 30.04 2010

Afgreiðsla:  Byggingarnefndarhluti fundagerðarinnar er samþykktur.

Skipulagshluti fundagerðarinnar er afgreiddur með eftirfarandi bókun:

Lagður fram afstöðuuppdráttur dags. 13. apríl 2010, unnin af Landlínum ehf. fyrir vegstæði að íbúðarhúsum í landi Þúfukots. Tillagan sýnir núverandi vegstæði frá Miðdalsvegi nr. 460 og nýtt vegstæði að Lindabrekku,Syllu,Lyngholti og Þúfukoti 2.

Hreppsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að uppdráttur verði lagfærður varðandi legu vegs fyrir Syllu gegn um lóð Lindarbrekku.

 

 

b.      Samgöngu- og orkunefndar frá 27.apríl 2010

Lögð fram drög að samningi vegna áframhaldandi rannsókna og ramma að nýtingarsamningi varðandi jarðhita  við landeigendur Möðruvalla.

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd er sátt við drögin og samþykkir að vinna málið áfram.

 

 

c.       Umhverfis og ferðamálanefndar frá 04.05  2010

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram

 

 

d.      Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar 08.04. 2010

Afgreiðsla 1. töluliðar fundagerðarinnar:

Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar varðandi vistun barna úr Kjósarhreppi í leikskólum Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í bréfinu að Kjósarhreppur óskaði eftir því með bréfi 22. október 2008 að gerður verði formlegur samningur um vistun barna úr Kjósarhreppi hjá leikskólum Reykjavíkur. Þá kemur fram að Leikskólasvið hefur tekið jákvætt í erindið svo fremi að tryggt sé að Kjósarhreppur greiði raunkostnað fyrir leikskóladvöl hvers barns. Unnið er að endurskoðun viðmiðunargjaldskrár Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vistunar barna á leikskólum enn þeirri vinnu er ekki lokið og sé því staða málsins óbreytt.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að þess verði áfram freistað að ná samningi við Reykjavikurborg.

 

Afgreiðsla 2. töluliðar fundagerðarinnar:

Ferðaþjónusta fatlaðra.

               Afgreiðsla:  Frestað.

 

Að öðru leiti er fundagerðin lögð fram

 

e.       Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar 04.05. 2010

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram

 

  1. Ársreikningur Kjósarhrepps 2009, síðari umræða

Lagður fram ársreikningur fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepps

Fram kemur í ársreikningnum að á árinu 2009 námu rekstrartekjur 101.8 millj.kr. og að rekstrarniðurstaða var jákvæð um 17,4 millj.kr. Eigið fé sveitarfélagsins nam í árslok 148 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltuhlutfall var 21,4 og eiginfjárhlutfall í árskok 97%

Afgreiðsla;   Ársreikningur samþykktur með undirritun.

  1. Erindi frá stjórn sumarhúsafélagsins Valshamars

Lagt fram erindi frá stjórn Sumarbústaðafélaginu Valshamri.

Fram kemur í erindinu að á umliðnum árum hefur sumarhúsaeigendur á Eilífsdal mátt þola ágang geita og gróðurskemmda af þeirra völdum. Þrátt fyrir endurbætur á girðingum hefur það ekki dugað til.

Þá er farið fram á að Kjósarhreppur hlutist til um að geitur verði ekki í lausa göngu á svæðinu framvegis. Jafnframt er óskað eftir svari hver er ábyrgur fyrir þeim skemmdum sem geiturnar valda.

Afgreiðsla;  Ekki er samþykkt fyrir banni við lausagöngu sauðfjár í Kjósarhreppi, einungis stórgripa. Hver landeigandi ber því ábyrgð á að verja sitt land fyrir sauðfé. Að öðru leiti vísar hreppsnefnd í lög um búfjárhald nr. 103 frá 15 maí 2002.

Guðný Ívarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa.

4.       Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis dags 17. mars 2010 er varðar breytingu á gjaldskrá eftirlitsins. Eftirfarandi kemur fram í erindinu:

„Heilbrigðisnefnd leggur til breytingar á gildandi gjaldskrá þannig að tímagjald í gjaldskránni hækki úr 7.600 í kr. 8.200 og gjald fyrir rannsókn á hverju sýni skv. eftirlitsáætlun  hækki úr 8.100 í kr. 10.000. Gjaldskrá verði að öðru leiti óbreytt.“ Hlutfallsleg hækkun sýnatökukostnaðar er meiri til að færa gjaldtöku nær raunkostnaði.

Gildandi gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis er nr.  532/2009

Óskað er eftir umsögn hreppsnefndar um ofangreinda breytingu.

Afgreiðsla;

 

5.       Söguritun í Kjósarhreppi

Lagt fram bréf frá Gunnari S. Óskarsyni í samræmi við fundaferð Ritnefndar Kjósarhrepps frá 25.03.2010, þar sem fram kemur yfirlit yfir það verkefni sem til álita kemur að hann taki að sér varðandi söguritun í hreppnum ásamt áætluðum kostnaðartölum.

Afgreiðsla;

 Hreppsnefnd lítur verkefni jákvæðum augum en vegna hversu skammt er til hreppsnefndarkosninga telur nefndin rétt að fresta úrvinnslu málsins þar til ný hreppsnefnd hefur verið kjörin.

6.       Veitingar á kjördag.

Oddviti leggur til að boðið verði upp á kaffiveitingar í Ásgarði á kjördag, þann 29. maí n.k. Jafnframt að bækur sem grisjaðar hafa verið úr bókasafninu verði boðnar til sölu.

Afgreiðsla;  Samþykkt

 

 

7.       Svæðið umhverfis Kjósarrétt-Möðruvallarrétt.

Lögð fram drög að leigusamningi fyrir 0.5 ha lands umhverfis Kjósarrétt.

Afgreiðsla:  Lagður fram

 

8.       Samgönguáætlun 2009-2012

Borist hefur til umsagnar samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 sem lögð hefur verið fram á Alþingi og er þar til umfjöllunar.

Afgreiðsla;

Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir eftirfarandi bókun varðandi áætlunina:

„Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir alvarlegar athugasemd við að enn og aftur sé endurbætur á veginum um Kjósarskarð ýtt til hliðar og að alls ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum í áætluninni. Hreppsnefnd krefst þess að staðið verði við fyrirheit um vegabætur sem barist hefur verið fyrir um áraraðir og bendir á að verkið sé þegar tilbúið til útboðs og að fjármunir hafi verið eyrnamerktir framkvæmdinni um margra ára skeið.

 

Greinargerð

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur um langt árabil lagt þunga áherslu á endurgerð vegarins um Kjósarskarð.  Ávallt hefur það þó farið þannig, þó árangur hafi náðst, að verkefninu hefur verið vikið til hliðar.

Við gerð síðustu vegaáætlunar náðist loks árangur með því að fjármagni var veitt til verksins.   Unnið hefur verið, af hálfu Vegagerðarinnar, að hanna veginn. Er því verkefni nú  lokið, og er verkið tilbúið til útboðs.

Nú ber hinsvegar svo við að enn og aftur hefur skapast óvissa um framgang verkefnisins. Veldur það miklum vonbrigðum og ekki síst í því ljósi að ástand vegarins er með öllu óviðunandi og ekki útlit fyrir annað en að grípa þurfi til verulegs viðhalds, ef af framkvæmdum getur ekki orðið, þannig að vegurinn þjóni sínu mikilvæga hlutverki.

 

 

Meðal þess sem knýir á að í verki verði ráðist er:

·       Vegurinn er notaður til þungaflutninga sem ekki geta farið um Hvalfjarðargöng og ekki fæst undanþága fyrir þungaflutninga um Laxárbrú, en umferð um hana er háð þungatakmörkunum.

·       Vegurinn er notaður sem varavegur þegar vegurinn um Kjalarnes lokast vegna óhappa og veðurofsa.

·       Vegurinn hefur tekið sinn toll m.t.t. umferðarslysa á undanförnum árum.  Árlega verða þar umferðarslys vega slæms ástands vegarins sem hafa m.a. leitt til dauðsfalla.

·       Sem stendur veigra íbúar Kjósarhrepps og almennir ferðamenn sér við að fara um veginn vegna slæms ástands þó mun styttra sé um hann að fara á milli suður og vesturlands.

·       Umferð ferðafólks hefur aukist um veginn þar sem hann tengir saman Þingvallasvæðið og Hvalfjörð.

 

9.       Önnur mál

Ekki voru önnur mál.