Fara í efni

Sveitarstjórn

305. fundur 04. mars 2010 kl. 13:11 - 13:11 Eldri-fundur

 

Ár 2010  4. mars  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Þórarinn Jónsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.           

 

 

a.       Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar frá 28. Janúar 2010

Afgreiðsla:   Lögð fram og þriðji liður varðandi ferðaþjónustu fatlaðra vísað til afgreiðslu með afgreiðslu 3. liðar fundagerðar nefndarinnar frá 25. febrúar.

 

b.       Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar 25. febrúar 2010

c.        Afgreiðsla:   Lögð fram. Afgreiðslu frestað. Oddvita falið að vinna að nánari útfærslu í samvinnu við Menningar-fræðslu- og félagsmálanefnd að drögum um reglur Kjósarhrepps vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

 

 

 

  1. Kjörskrá vegna Þjóðaratkvæðisgreiðslu 6. mars

Afgreiðsla;   Kjörskráin yfirfarinn og samþykkt

 

  1. Minnisblað oddvita vegna náttúruverndarsvæða

Oddviti lagði fram minnisblað vegna fundar hans með forstöðumanni Umhverfisstofnunar þann 9. febrúar 2010. Tilefni fundarins var að fara yfir svæði í Kjósarhreppi sem eru á Náttúruminjaskrá, stærðir þeirra og afmarkanir og möguleika á að minnka umfang þeirra.

Afgreiðsla:   Lagt fram

4.       Samstarf Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar á sviði félagsmála

Oddviti lagði fram drög að erindi til bæjarstjórans í Mosfellsbæ varðandi aukið samstarf á sviði félagsmála, sem fæli í sér að Kjósarhreppur legði fram stofnframlag og að íbúar Kjósarhrepps öðluðust sama rétt til þátttöku á ýmsum sviðum, á við íbúa Mosfellsbæjar.

Afgreiðsla: Samþykkt að senda inn erindið með smávægilegum breytingum. Oddvita falið að útfæra þær.

Oddviti lagði fram minnisblað varðandi gamlar eignir Kjósarhrepps hjá Mosfellsbæ, í Læknisbústaðnum og í Gagnfræðaskólanum að Varmá.

Afgreiðsla:Lagt fram

5.       Atvinnnuátak

Lögð fram skýrsla sem er afrakstur vinnu heimamanna og ráðgjafafyrirtækisins Netspors um atvinnumál í Kjós.

Afgreiðsla:  Lögð fram til kynningar

 

6.       Önnur mál