Fara í efni

Sveitarstjórn

298. fundur 21. janúar 2010 kl. 14:39 - 14:39 Eldri-fundur

 

Ár, 2010, 21.janúar  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

                kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.           

a.       Samgöngu- og orkunefnd frá 15. janúar 2010

Afgreiðsla:    Lögð fram

 

  1. Niðurstöður bókhalds 2009

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2009 fyrir sveitar- og eignarsjóð. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð.

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð,fyrri umræða.

Afgreiðsla;  Vísað til annarrar umræðu

 

  1. Bókfærðar eignir Kjósarhrepps hjá Mosfellsbæ

Oddviti lagði fram minnisblað dags. 7. Janúar 2010 vegna fundar sem hann óskaði eftir með bæjarstjóranum í Mosfellsbæ varðandi eign Kjósarhrepps í Varmárskóla og möguleika á að gera þessa eign virka með því að yfirfæra hana í t.d. framhaldskólann eða í hjúkrunarrými.

Afgreiðsla: Lagt fram

 

  1. Viðhaldsverkefni

Oddviti vakti máls á að brýnustu viðhaldsverkefnin hjá hreppnum væri að endurgera loftið í salnum í Félagsgarði sem er óeinangrað og lagfæra þakið á Ásgarði þar sem allar rennur væru úr sér gengnar og vatn læki niður húsið. Oddviti leggur fram tillögu um að ráðist verði í endurgerð á lofti í sal í Félagsgarði að loknu þorrablóti.

Afgreiðsla;  Samþykkt að ráðast í endurgeð í lofti sals í Félagsgarði með þremur atkvæðum.     Fulltrúar K lista Guðmundur Davíðsson og Guðný G Ívarsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.