Fara í efni

Sveitarstjórn

296. fundur 10. desember 2009 kl. 12:38 - 12:38 Eldri-fundur

 

Ár, 2009, 10. desember  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

                kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, G Oddur Víðisson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.

           

A)     Skipulags-og bygginganefndar frá 30.11.2009

Afgreiðsla:  Lögð fram og samþykkt

 

Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar frá 24.11.2009

Afgreiðsla: 

1.       liður,  um breytingu á verklagssamningi við Mosfellsbæ er samþykktur. Oddvita falið að ganga frá samningi.

5.       liður, vísað til gerð fjárhagsáætlunar.

Fundagerðin að öðru leiti lögð fram og samþykkt.

 

2.       Fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð 2010, síðari umræða.

Eftirfarandi forsendur lagðar fram og samþykktar að tillögu Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar: Tölurnar námundaðar við næsta tugþúsund.        

 

a)      Akstursstyrkir framhaldsskólanema:

2009   kr. 26.500 á önn --     2010 kr. 30.000

 

b)      Heimgreiðslur til foreldra ungbarna:

Kr. 36.800 á mán.   2009 --    2010 kr. 40.000

 

c)       Tómstundastyrkir Grunnskólanema:

Kr. 17.250  á önn 2009 --    2010  kr. 20.000

 

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur sveitar-og eignarsjóðs, án innri viðskipta, verði Kr. 103.3 millj. og að sambærileg heildargjöld að fyrningum meðtöldum verði Kr.101.45 milljón.

Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 1.85 millj.

 

Afgreiðsla:  Lögð fram og samþykkt

 

3.       Gjöf til Klébergsskóla á tilefni af  afmæli skólans.

Oddviti upplýsti að gjöf hreppsins sem samþykkt var að gefa skólanum í tilefni af 80 ára afmæli Klébergsskóla væri bókagjöf að andvirði 100.000

 

 

4.       Fjárstuðningur við stofnanir.

Oddviti gerði tillögu um að veita eftirfarandi samtökum fjárstuðning.

 

Fjölskylduhjálp Íslands                 kr. 75.000

Mæðrastyrksnefnd                       kr. 75.000

Hjálpastofnun Kirkjunnar              kr. 75.000

Samtökum um Kvennaathvarf      kr.  50.000

Stígamótum                                 kr. 50.000

 

Afgreiðsla;  Samþykkt

 

5.       Kjördæmafundur með þingmönnum.

Oddviti upplýsti að í samræmi við óbókaðar umræður á síðasta hreppsnefndarfundi hefði hann svarað boði um að mæta á fund þingmanna Suðvesturskjördæmi í Reykjavík með eftirfarandi hætti:

Til þingmanna Suðvesturskjördæmis.

 

Vegna boðs um að halda fund þingmanna Suðvesturkjördæmis með hreppsnefnd Kjósarhrepps í Reykjavík n.k. mánudag þá upplýsist að hreppsnefnd hefur ákveðið að  þiggja ekki boðið að þessu sinni.

Fram kom á fundi hreppsnefndar í gær, þar sem umrætt boð var til umfjöllunar, að hreppsnefndin hefði lagt áherslu á tvö atriði á síðasta fundi sem haldinn var með þingmönnunum. Í fyrsta lagi úrbætur á Kjósarskarðsvegi og í öðru lagi að við fengjum að vera í friði fyrir hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga. Hvorugt hefur gengið eftir.

Þingmönnum er óskað velfarnaðar í störfum sínum með ósk um að áðurnefnd árhersluatriði verði þeim hugleikin. 

 

6.       Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins

Erindi frá Mosfellsbæ dags. 24. nóvember 2009 það sem óskað er eftir umsögn vegna óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða að stækka svæði undir blandaða byggð á Tungumelum úr 34 ha í 47 ha og að heildarstærð atvinnuhúsnæði 2024 verði 369 þúsund rúmmetrar í stað 63 þúsund rúmmetra.

 

Afgreiðsla:   Engar athugasemdir