Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 8. október er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 10:00
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og varamaðurinn Helgi Guðbrandsson
1. Fundagerðir nefnda.
A) Skipulags-og bygginganefndar frá 21.10.2009
Afgreiðsla: Lögð fram og samþykkt
B) Sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og hreppsnefndar frá 21.09.09 með fulltrúa Vegagerðarinnar.
Afgreiðsla: Lögð fram
C) Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 25.08. og 29.09.2009
Afgreiðsla: Lagðar fram
D) Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar frá 28.09.2009.
Afgreiðsla: Annar liður fundagerðarinnar „Félagsmiðstöð-akstur“vísað til afgreiðslu undir 3. dagskrárliðar.
Þriðji liður „Leiksvæði“.Hreppsnefnd samþykkir að tilnefna þrjá íbúa í starfahóp til hugmyndavinnu að náttúrulegu útivistarsvæði á leigulóð hreppsins við Ásgarð. Oddvita falið að kynna starfshóp forsendur verkefnisins.
Tilnefnd eru: Ólafur Oddsson, Gyða Björnsdóttir og Andrea Róbertsdóttir.
Fimmti liður „Opið hús“. Samþykkt að félagskvöld verði hálfsmánaðarlega í Ásgarði fram á vor samhliða afgreiðslutíma bókasafns, þó þannig að fyrirhugaðir fundir vegna hugmyndavinnu vegna atvinnumála geta komið í stað félagskvölda. Jafnframt að ráða umsjónamann með félagsstarfinu.
Félagsstarfið hefjist þegar neðri hæð Ásgarðs verði fullbúin seinnihluta þessa mánaðar.
2. Hugmyndavinna vegna atvinnumála
Oddviti greindi frá stöðu mála. Sævar Kristinsson ráðgjafi og Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum munu leiða verkefnið. Áætlað er að þau komi í könnunnar leiðangur í Kjósina um 20. október og haldinn verði opin fundur með íbúum í nóvember þar sem þau kynna greiningu á styrk- og veikleikaum svæðisins og kalla fram sóknarfæri með aðstoð heimamanna. Unnið verði áfram með þær tillögur sem koma fram og í framhaldi haldinn annar fundur.
3. Akstur í félagsmiðstöð.
Oddviti greindi frá fundi sem hann hélt með formanni menningar-fræðslu- og félagsnefndar ásamt foreldrum barna á mið- og unglingastigi. Markmið fundarins var að fá fram vilja foreldra hvernig akstursframlag Kjósarhrepps nýttist sem best miðað við að ná þar nokkrum sparnaði og bættri nýtingu þjónustunnar.
Afgreiðsla: Guðmundi Davíðssyni og Sigurbirni Hjaltasyni falið að leita tilboða í akstur miðað við óbreytt þjónustustig.
4. Erindi frá Möðruvöllum 1
Lagt fram að nýju erindi frá Sigurði Guðmundsyni og Steinunni Hilmarsdóttir á Möðruvöllum 1 varðandi kostnað vegna lögfræðiþjónustu við samningsgerð vegna rannsókna og ramma að ýtarlegri samningi um orkunýtingar.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd telur ekki tímabært að taka afstöðu til erindis að öðru leiti en að vísa í svar oddvita sem sent var með tölvupósti 30.09.2009 sem svar við sambærilegri fyrirspurn.
5. Önnur mál
a. Starfsmannahald í lok kjörtímabils
b. Fjárhagshorfur sveitarsjóðs
c. Skatta og gjaldamál
d. Endurskoðun fjárhagsáætlunar
e. Afsal vegna Lækjarbrautar 1
f. Póstnúmer fyrir Kjósarhrepp
Fleira ekki gert og fundi slitið