Sveitarstjórn
Ár,2009 mánudaginn 21. September er haldinn sameiginlegur fundur skipulagsnefndar Kjósarhrepps og hreppsnefndar með fulltrúum frá Vegagerð ríkisins í Ásgarði.
Mættir eru af hálfu skipulagsnefndar: Kristján Finnsson,Haraldur Magnússon,G.Oddur Víðisson Jón E. Guðmundsson skipulagsfulltrúi. Af hálfu hreppsnefndar: Sigurbjörn Hjaltason,Guðmundur Davíðsson Hermann Ingólfsson. Frá Vegagerðinni: Jón Valgeir Sveinsson.
1. Framtíðarlega Meðalfellsvegar um Möðruvelli.
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga frá landeigendum Möðruvalla 1 á svokölluðum „Völlum“ neðan og austan við Möðruvalla- bæjartorfuna sem gerir ráð fyrir að Meðalfellsvegur verði áfram um bæjarhlað Möðruvalla. Fyrir liggja viljayfirlýsingar eigenda Möðruvalla-bæjanna beggja, að vegurinn verði þar til framtíðar, þ.e. á núverandi vegstæði.
Vegagerðin hefur hinsvegar haft áform um að færa veginn niður fyrir bæina, niður á Vellina.
Hið fyrirhugaða vegstæði er ekki merkt inná aðalskipulag en Vegagerðin hefur skýlausan rétt til að koma sínum sjónarmiðum að við alla skipulagsvinnu.
Afgreiðsla:
Jón Valgeir fór yfir sjónarmið Vg; helst þau að þegar fullbúinn vegur verði kominn með bundnu slitlagi verði ótækt að vera svo nærri húsum eins og nú er. Finna þarf vegstæði á öðrum stað að óbreyttum húsaskipan á Möðruvöllum 1 og 2. Verði vegurinn áfram á sama stað er það á ábyrgð sveitarfélagsins að tryggja hljóðvist og öryggi um bæjarhlaðið.
Niðurstaða fundarins er að ekki er hægt að mæla með að vegurinn verði á núverandi stað að óbreyttum húsaskipan og samþykkir að óska eftir við Vegagerðina að hafin verði vinna við endanlega hönnun vegarins um Möðruvelli í samráði við landeigendur.
2. Heimreið að Þúfukoti ásamt öðrum húsum á jörðinni.
Fyrir liggur að heimreiðin að Þúfukoti er ekki enn kominn á vegaskrá. Þar hefur þó verið föst búseta um nokkurt skeið. Þá hafa verið byggð þar nokkur íbúðarhús án þess að niðurstaða hefur náðst um framtíðar vegtengingu við svæðið m.a. vegna annarra skipulagsáforma landeiganda. Nú er lagður fram uppdráttur af Guðjóni Magnússyni arkitekt varðandi vegtengingu að núverandi húsum inná Eyrarfjallsveg. Á uppdrættinum er jafnframt vegtenging um slóða ofarlega í landinu; að Lækjarbrekku og niður með Galtargilslæk á Hvalfjarðarveg. Því vegstæði hefur Vegagerðin þegar hafnað sem vegstæði fyrir héraðsveg að íbúðarhúsunum og verður því sá hluti uppdráttarins ekki til umfjöllunar.
Afgreiðsla:
Jón Valgeir fór yfir málið og upplýsti hver ferill málsins þarf að vera. Koma þarf formleg umsókn um vegtengingu til Vg sem vinnur síðan að endanlegri útfærslu heimreiðarinnar ef hún verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að koma málinu í farveg.
Fleira ekki gert og fundi slitið.