Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 3. september er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 10:00
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir
1. Fundagerðir nefnda.
Skipulags-og bygginganefndar frá 17. ágúst 2009
Afgreiðsla: Umsókn í lið 5 á við um Holtsveg 2 í landi Meðalfells. Að öðru leiti samþykkt.
Samgöngu- og orkunefndar frá 24. ágúst 2009
Afgreiðsla: Samþykkt
2. Ásgarður neðri hæð
Oddviti lagði fram að nýju tillögu að innréttingum og útfærslu einstakra rýma. Jafnframt tilboð vegna innréttinga frá Á. Guðmundsyni ehf.
Afgreiðsla; Ákveðið að taka tilboði frá Á. Guðmundssyni ehf.
3. Bréf frá íbúum varðandi leiksvæði í hreppnum
Fram kemur í bréfinu ósk um að komið verði upp róló eða leiksvæði t.d. við Félagsgarð.
Afgreiðsla; Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að svæðið við Félagsgarð er á forræði ungmannafélagsins Drengs. Hreppurinn hefur einungis svæðið við Ásgarð til fullra umráða og lýsir hreppsnefnd sig reiðubúna til að koma að uppbyggingu á leiksvæði þar sem þjónað getur yngstu íbúum hreppsins í samvinnu við foreldra og vísar erindinu og þeim tilmælum til Menningar- fræðslu- og félagsmálanefndar.
4. Fjallskil í Kjósarhreppi 2009
Afgreiðsla: Lögréttir verða í Kjósarhreppi haustið 2009 á eftirfarandi dögum í Hækingsdal:
1. lögrétt sunnudaginn 20. september kl.16.00
2. lögrétt sunnudaginn 11. október kl.16.00
Réttarstjóri er skipaður Guðbrandur Hannesson og marklýsingarmenn,
Hreiðar Grímsson og Helgi Guðbrandsson allir á báðum réttum.
Guðbrandur Hannesson hirðir fé úr Þingvallarétt fyrri og Hreiðar Grímsson úr þeirri síðari.
Guðbrandur Hannesson sér um smölun á landi Stóra-Botns sunnan varnargirðingar.
Hreppsnefnd beinir því til sauðfjáreigenda að þeir haldi fé sínu heima og innan girðinga eftir seinni réttir.
5. Staða innheimtumála og reksturs sveitarsjóðs
Lagður fram vanskilalisti vegna fasteignagjalda. Fram kemur að einn gjaldandi er í vanskilum frá 2006,þrír2007 að upphæð kr.148 þúsund og frá árinu 2008 er samtals kr.1.6 millj. í vanskilum.
Lagt fram 7 mánaða rekstraryfirlit samkvæmt bókhaldi.
6. Bréf frá foreldrasamtökum fatlaðra.
Fram kemur í bréfinu ósk um að fasteignargjöld af sumarhúsi samtakana á Fossá verði gefin eftir vegna erfiðar rekstrarstöðu samtakana.
Afgreiðsla: Samþykkt að styrkja samtökin um andvirði fasteignagjalda 2009.
7. Eitthundrað og fimmtíu ára afmæli Reynivallakirkju
Oddviti lagði fram til formlegrar afgreiðslu tillögu um að í tilefni afmælisins legði sveitarsjóður til fjármuni til gerðar sögusýningar um kirkjuhald á Reynivöllum. Sýningin verði síðan í vörslu Kjósarhrepps í Ásgarði og verði sett þar upp. Um er að ræða 10 veggspjöld.
Afgreiðsla: Samþykkt
8. Hugmyndavinna vegna atvinnumála
Oddviti vakti máls á hugmynd um að fá utankomandi aðila til að vinna með heimamönnum að hugmyndarvinnu varðandi nýsköpun í atvinnumálun í hreppnum. Slíkur aðili gæti greint tækifæri til atvinnusköpunar og aðstoðað einstaklinga við að finna frambærilegum hugmyndum farveg.
Afgreiðsla: Oddvita falið að vinna að framgangi hugmyndarinnar.
9. Trúnaðarmál
10 Önnur mál
A) Vegur um Möðruvelli
B) Opnunartími á gámaplani
C) Erindi frá Sigurði Guðmundssyni og Steinunni Hilmarsdóttur lagt fram: Afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið