Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 9. Júlí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 10:00
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
1. Fundagerðir nefnda.
a) Skipulags-og bygginganefndar frá 8. júní 2009
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram og samþykkt.
b) Skipulags-og bygginganefndar frá 6. Júlí 2009
Afgreiðsla: Lið 8 umsókn um leyfi til að grafa niður tvo gáma er vísað aftur til skipulagsnefndar til frekari útfærslu. Að öðru leiti er byggingarnefndarhluti fundargerðarinnar samþykktur.
Skipulagshluti fundagerðarinnar:
Við 1. lið varðandi deiliskipulagstillögu á Völlum í landi Möðruvalla 1.
Lögð er fram ný tillaga að nýjum uppdrætti fyrir ofangreint svæði dags. Br.02.06.2009 ásamt bréf Vegagerðarinnar varðandi fyrri tillögu og viljayfirlýsingum eiganda Möðruvalla 1 og 2 um að vegurinn verði áfram á milli húsanna að Möðruvöllum 2 og Möðruvalla 1. en verði ekki ætlaður staður í túninu neðan við bæina.
Afgreiðsla: Með vísan til VI. kafli vegalaga um skipulag og veghelgunarsvæði er samþykkt að senda uppdráttinn til umsagnar Vegagerðarinnar og í framhaldi halda fund með skipulagsyfirvöldum í Kjósarhreppi og Vegagerðinni til að fá niðurstöðu í hvar framtíðarlega vegarins verði þannig að hægt verði að vinna að útfærslu og skipulagsskilmálum fyrir framangreindu svæði.
Liður 2. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna deiliskipulagstillögu í landi Þúfukots.
Afgreiðsla: Gerð tillaga að lítilsháttar orðalagsbreytingu svarbréfs.
2. Ásgarður neðri hæð
Oddviti lagði fram tillögu að innréttingum og útfærslu einstakra rýma. Jafnframt grófa kostnaðaráætlun vegna innréttinga frá Á. Guðmundsyni ehf.
Afgreiðsla: Oddvita falið að leita tilboða í innréttingar og húsbúnað fyrir skrifstofur.
3. Kátt í Kjós 2009
Staða máls kynnt.
4. Önnur mál: Kosning Oddvita:
Sigurbjörn Hjaltason kjörinn Oddvit Kjósarhrepps til eins árs. Hermann Ingólfsson var kosinn varaoddviti.