Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 4. júní er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 10:00
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
1. Fundagerðir nefnda.
a) Menningar-fræðslu-og félagsmálnefndar frá 28.05.2009
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram. Í tilefni af 80 ára afmæli Klébergsskóla samþykkir hreppsnefnd að færa skólanum gjöf í samráði við skólayfirvöld.
b) Skipulags-og bygginganefndar frá 18.05.2009
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram og samþykkt.
c) Samgöngu og- orkunefndar frá 13.05.2009
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram. Samningsdrög eru samþykkt af hálfu hreppsnefndar
2. Ársreikningur sveitarsjóðs, síðari umræða
Lagðir fram ársreikningur sveitarsjóðs ásamt skýrslu endurskoðenda.
Afgreiðsla: Ársreikningur samþykktur og verður hann aðgengilegur á vef Kjósarhrepps.
3. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar
Erindi frá Landlínum er varðar kynningu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveita 2008-2020.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir fyrirvara vegna hreppamarka í Botnsdal en fornar heimildir herma að mörkin á milli Kjósarhrepps og Hvalfjarðarstrandarhrepps hins forna liggi um Botnsá.
Hreppsnefnd vill vekja athygli á eftirfarandi bókun hreppsnefndar Kjósarhrepps frá 3 apríl 1929:
„Út af breytingu á fjallskilareglugjörð Borgarfjarðarsýslu dags. 8. júní 1928, þar sem gjörð er sú breyting að leitarmörk til Hrafneyrarréttar að sunnan, verða nú landamerki Stóra-Botns frá Kvígindisfjalli til sjávar,í stað þess að áður réði leitarmörkum, Stóra-Botnsá frá Hvalvatni til sjávar. Vill hreppsnefnd Kjósarhrepps leyfa sér að mótmæla þessum breytingum og krefjast þess að allt land sunnan Stóru-Botnsár verði eins og áður var, smalað til Kjósarréttar. Með því lítur hún svo á að takmörk Kjósarsýslu og þar með Kjósarhrepps séu við Stóra-Botnsá.“
4. Vegur hreppsins að Flóðatanga
Lagt fram bréf lögmanns sem starfar í umboði Kjósarhrepps vegna ágreinings hreppsins og lóðarhafa á Harðbala 2 um staðsetningu á slóða að Flóðatanga.
Afgreiðsla:
Hreppsnefnd samþykkir að fela lögmanninum að vinna að málinu í samræmi við efni bréfsins.
5. Önnur mál:
a. Lögð fram umsögn Kjósarhrepps vegna umsóknar Björgunar ehf til efnistöku hafsbotni á sex svæðum í Hvalfirði á tímabilinu 2009-2019
Afgreiðsla: Umsögn staðfest
b. Lagðar fram umsagnir Kjósarhrepps vegna útgáfu rekstrarleyfis vegna Veiðihússins við Laxá í Kjós, Félagsgarðs, Ferðaþjónustunnar á Kiðafelli og í Eyrarkoti.
Afgreiðsla: Umsagnir staðfestar
c. Trúnaðarerindi til hreppsnefndar dagsett 17 apríl 2009:
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir svarbréf við ofangreindu erindi sem lesið var á síðasta hreppsnefndarfundi.
d. Erindi vegna númeramerkinga sumarhúsa í hverfum.
Afgreiðsla: Hermann vakti athygli á nauðsyn þess að númeramerkja sumarhús með tilliti til öryggismála og almennrar þjónustu s.s tæmingu rotþróa o fl.
e. Erindi vegna lausagöngu hunda.
Afgreiðsla: Athygli var vakin á því að lausir hundar hafa ítrekað valdið skaða og ónæði. Hreppsnefnd beinir þeim tilmælum til hundeigenda að hafa hemil á hundum sínum svo að komist verði hjá því að banna lausagöngu hunda.