Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 7. maí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 10:00
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
Dagskrá
1. Fundagerðir nefnda.
a) Menningar-fræðslu-og félagsmálnefndar frá 16.04.09 og 06.05.09
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram.
b) Umhverfis-og ferðamálnefndar frá 28.04.2009
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram.
c) Skipulags-og bygginganefndar frá 06.04.2009
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt. Samþykkt að boðað verður til fundar með hreppsnefnd og skipulagsnefnd vegna skipulags í landi Þúfukots
2. Ársreikningur sveitarsjóðs, fyrri umræða
Afgreiðsla: Ársreikningi vísað til seinni umræðu
3. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins
Erindi frá Kópavogsbæ varðandi óverulega breyting svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er varðar tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá að Hveragerði.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir við téða breytingu.
4. Skólaakstur
Hermann víkur af fundi.
Guðmundur og Sigurbjörn greindu frá vinnu sem þeim var falið á síðasta fundi og niðurstöðu varðandi skólaakstur.
Afgreiðsla: Guðmundi og Sigurbirni falið að semja um skólaakstur út frá fram lagðri samkomulags tillögu.
5. Sorphirðumál
Lögð fram samningsdrög við Gámaþjónustuna h.f. vegna sorphirðu
Afgreiðsla: Oddvita falið að ganga frá samningi við Gámaþjónustuna á grundvelli samningsdraga.
6. Brunavarnarmál
Lagt fram minnisblað frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um kortlagningu vegna brunavarnarátaks í Kjósarhreppi. Verkefnið felur það í sér að BV kortleggur hvert lögbýli
með t.t. afstöðu bygginga, byggingagerð og vatnstökustaði til afnota fyrir slökkvilið ef vá ber að.
Afgreiðsla: Samþykkt að ráðast í verkefnið
7. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar
Erindi frá Landlínum er varðar kynningu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveita 0228-2020.
Afgreiðsla: Frestað
8. Trúnaðarerindi til hreppsnefndar
Afgreiðsla: Ritari las erindið
8. Önnur mál:
Oddvita falið að ganga frá vegna erindis frá Lísu Boije um tímabundin afnot af eldhúsi í Ásgarði.
Fleira ekki gjört.