Fara í efni

Sveitarstjórn

261. fundur 05. mars 2009 kl. 13:51 - 13:51 Eldri-fundur

 

Ár, 2009, þann 5. mars er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 Dagskrá

 

1.              Fundagerðir nefnda.

 

A)     Menningar-fræðslu-og félagsmálnefndar frá 19.02.09

Afgreiðsla:

3.  liður  Samþykkt að taka upp reglur Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð og fella úr gildi samþykkt frá 2002.

4.      liður  Samkomulag við ÍTR samþykkt af hálfu Kjósarhrepps og oddvita falið að leggja það fyrir ÍTR.

6.      liður  Tilnefning í vinnuhóp vegna Kátt í Kjós. Samþykkt.

7.      liður  Styrkbeiðni frá klúbbnum Geysi. Afgreiðslu frestað.

Að öðru leiti er fundagerðin lögð fram

 

B)     Umhverfis-og ferðamálnefndar frá 24.02.09

Afgreiðsla:      Lögð fram

 

C)     Skipulags-og byggingarnefndar frá 14.02.09

Afgreiðsla:      Samþykkt

 

D)     Skipulags-og byggingarnefndar frá 02.03.09

Afgreiðsla:      Samþykkt

 

2.      Staðardagskrá 21 fyrir Kjósarhrepp

Lögð fram endanleg drög að staðardagskrá fyrir Kjósarhrepps eftir að athugasemdum hreppsnefndar var komið á framfæri við stýrihóp verkefnisins.

Afgreiðsla:     Samþykkt

 

3.      Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

 

Tekin fyrir að nýju gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Mosfellsbær gerði athugasemdir við fyrri tillögu og er nú lögð fram tillaga þar sem tekið er tillit til framkomnar athugasemdir.

Afgreiðsla:     Samþykkt

 

 

 

4.      Bráðabirgðaleyfi til efnistöku úr Hvalfirði

Lögð fram beiðni  frá Orkustofnun þar sem óskað er eftir umsögn Kjósarhrepps varðandi leyfi til bráðabirgðar til efnistöku af hafsbotni við utanverðan Hvalfjörð

Um er að ræða framlengingu á áður útgefnu leyfi til takmarkaðar efnistöku frá 5. september 2008 sem rann út þann 1. mars sl. Óskað er eftir framlengingu til 1.júní 2009 og til að nema á brott samtals 365 þúsund rúmmetra.

Afgreiðsla:   Á grundvelli  m.a. athugasemda Kjósarhrepps vegna frummatskýrslu Björgunar fyrir efnistöku á botni Hvalfjarðar telur hreppsnefnd Kjósarhrepps enga þörf á að heimila efnistöku úr Kiðafellsnámu þar sem kornastærð  efnisins er það sama og á Laufagrunni. Auk þess er hægt að stunda efnisnám fjær landi á þeim slóðum og samrýmist það því sjónarmiðum hreppsnefndar að færa beri efnisnámið fjær strönd Hvalfjarðar til að koma í veg fyrir aukið landbrot af völdum efnistökunnar. Fimmhundruð metra fjarlægð frá landi er  algjör lámarksfjarlægð sem ásættanleg er og skoða beri að færa þau mörk fjær landi.

 

 

5.      Málefni leikskóla

 

Oddviti kynnti málefni leikskólabarna í hreppnum og lagði fram tilheyrandi minnisblað.

Kom fram að unnið er að því að ná samningum við Reykjavík og Mosfellsbæ um rétt barna úr Kjósarhreppi til að sækja leikskóla í sveitarfélögunum.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að haldið verði áfram samningsumleitunum þannig að börn úr Kjósarhreppi hafi sömu tækifæri til leikskólaveru og börn annarra sveitarfélaga.

 

6.      Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð, fyrri umræða

Lögð fram fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Afgreiðsla: Samþykkt að vísa áætluninni til síðar umræðu.

 

7.       Fjárhagur sveitarsjóðs

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir sveitarsjóð 2008

 

8.       Önnur mál.

 

a)      Farið yfir framkvæmdir í Ásgarði

b)      Fyrirspurn um leigu í Ásgarði.

Afgreiðsla: Erindi tekið jákvætt og samþykkt að boða aðila á fund hreppsnefndar til viðræðu.

c)      Oddvita falið að kynna hreppsbúum nýtingu á neðri hæð Ásgarðs og óska eftir hugmyndum um nýtingu á efri hæð.

 

 

 

 

Fundi slitið kl: 12:40