Fara í efni

Sveitarstjórn

256. fundur 05. febrúar 2009 kl. 14:15 - 14:15 Eldri-fundur

 

Ár, 2009, þann 5. febrúar er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

 Dagskrá

 

1.      Breyting á nefndarskipan.

Steinunn Bjarney Hilmarsdóttir hefur óskað eftir  lausn frá störfum í nefndum á vegum Kjósarhrepps út kjörtímabilið vegna námsfyrirætlana.

 

Afgreiðsla; Samþykkt. Pétur Blöndal Gíslason tekur sæti í hreppsnefnd í hennar stað.

 

Hlöðver Ólafsson og Sigrún Helga Diðriksdóttir hafa óskað eftir að vera leyst undan skildum sínum fyrir sveitarfélagið vegna búferlaflutninga.

Ekki hefur verið kjörinn fulltrúi  fyrir  Guðríði Helen Helgadóttir í menningar-fræðslu-og félagsmálanefnd. Sama á við um vegna brotthvarfs Huldu Þorsteinsdóttur  úr umhverfis-og ferðamálanefnd, en Unnur Sigfúsdóttir tók sæti  hennar. Pétur Blöndal Gíslason hefur óskað eftir að láta af setu í skipulags-og bygginganefnd .

 

Eftirtaldir eru kjörnir:

a.       ritari hreppsnefndar; Pétur Blöndal Gíslason

b.      aðalfulltrúi í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis; Gyða Sigríður Björnsdóttir

c.       Fulltrúi í skipulags-og byggingarnefnd; G. Oddur Víðisson, varafulltrúi Jón Ingi Magnússon

d.      fulltrúi í upplýsinga-og fjarskiptanefnd Pétur Blöndal Gíslason formaður, varafulltrúi Sigurður Ásgeirsson

e.       fulltrúar í menningar-fræðslu og félagsmálanefnd Aðalheiður Birna Einarsdóttir, formaður og Ragnar Gunnarsson, varafulltrúar Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir

f.       fulltrúa í umhverfis-og ferðamálanefnd Unnur Sigfúsdóttir, varafulltrúi Guðný G Ívarsdóttir

g.      varafulltrúi í Almannavarnarnefnd Höfuðborgarsvæðisins; Adam Benedikt Burgess Finnsson

 

Samkomulag er um að varamenn í skipulags-og byggingarnefnd hafi eftirfarandi röðun:

1.      varamaður; Þórarinn Jónsson 2. Jón Ingi Magnússon, 3. Snorri Hilmarsson og ekki verður gerður ágreinarmunur um af hvorum lista menn koma.

 

Afgreiðsla: Dagskrárliður samþykktur í heild sinni.

 

 

2.      Fundagerðir nefnda.

Upplýsinga-og fjarskiptanefnd frá, 2. febrúar 2009.

 

Afgreiðsla; Fundargerð lögð fram og samþykkt.

Tillaga að samþykkt um síðuna og ritstjórnarstefnustaðfestar með örlitlum orðalagsbreytingum.

 

3.      Heimasíða hreppsins

 

Sigurbirni Hjaltasyni Oddvita falið að vera ritstjóri og vefstjóri fyrir vefsíðu hreppsins www.kjos.is

 

4.       Fjárhagsáætlun.

Lögð fram endanleg fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð

 

5.      Vegamál

Óskir hafa komið fram um að kannað verði hvort og hvaða kostnaður gæti fylgt því að hálkuverja Hvalfjarðarveg frá vegamótum við Dalsmynni að Laxá. Um er að ræða vegakafla á þeirri leið sem falla ekki  undir kafla sem Vegagerðin ber að hálkuverja.

 

Afgreiðsla; Samþykkt að fela oddvita að vinna að þessu máli í samráði við Vegagerðina

 

 

6.      Byggðamerki

Lögð fram endurbætt útgáfa að byggðamerki fyrir Kjósarhrepp.

 

Afgreiðsla;  Samþykkt sem endanleg útgáfa og oddvita falið að koma merkinu í notkun.

 

7.      Gjaldskrá fyrir heilbrigðis-og mengunarvarnaeftirlitá svæði  Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

 

Afgreiðsla;  Gjaldskráin samþykkt. Sveitarstjórn beinir þó þeim tilmælum til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis að hún leiti allra leiða til að komast hjá kostnaðarhækkunum.

 

 

8.      Fundatími hreppsnefndar

 

Fundartími ákveðinn fyrsta fimmtudag hvers mánaðar klukkan 10:00

 

 

 

9.      Önnur mál

 

 

Oddviti greindi frá því að Jón Birgir Jónsson lóðarhafi á Harðbala hafi ítrekað unnið skemmdaverk á vegi hreppsins að Flóðatanga og komið þannig í veg fyrir að umgengni að landi hreppsins við Laxvog og þar með brotið gegn ákvæðum 47. gr. vegalaga.  Hafa verið gerða nokkrar lögregluskýrslur vegna þessa og hefur lagfæringar á veginum verið kostaðar af sveitarsjóði, sem er veghaldi.

 

 

Afgreiðsla;  Hreppsnefnd samþykkir að fela lögmanni að kanna réttarstöðu hreppsins gagnvart skemmdaverkunum og innheimta útlagðan kostnað vegna lagfæringa og hreinsanna  og að öðru leiti freista þess að leiða mál þetta til lykta.

Oddvita falið að semja við lögmann.

 

 

 

Fundarritari: Pétur Blöndal Gíslason