Sveitarstjórn
Ár, 2009, þann 8. janúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 20.00.
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
1. Fundagerðir nefnda.
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá 16. 12. 2008
b) Upplýsinga-og fjarskiptanefnd frá 5.01.2009
Afgreiðsla; Lögð fram og fyrra lið vísað til næsta dagskrárliðar
2. Málefni kjos.is
Til umfjöllunar eru þau skrif á kjos.is sem vikið er að í fundagerð upplýsinga-og fjarskiptanefndar hér að framan.
Oddviti skýrði frá að heimasíða hreppsins er þannig sett upp að leyft er að skrifa álit við fréttir og telur að öllu jöfnu hafa þær athugasemdir sem skrifaðar hafa verið, verið innan þeirra marka sem gerð er krafa um. Borið hefur á því uppá síðkastið að settar eru inn athugasemdir sem mörgum finnst að ekki séu sæmandi á síðu sveitarfélagsins.
Afgreiðsla;Tillaga kom fram um að samþykkja fundargerð nefndarinnar og sveitarstjórn ákveddi að loka tímabundið athugasemdasíðunum á kjos.is þar sem henni þykir ekki við hæfi að slík skrif séu á opinberri síðu hreppsins.
Þeir sem samþykkja tillöguna voru: Guðmundur, Hermann og Guðný.
Sigurbjörn sat hjá og Pétur kom með sér bókun svohljóðandi: Að mínu mati eru umrædd skrif ekki þess eðlis að ástæða sé til að hindra aðgang fólks til að koma með athugasemdir við fréttir. Þessar athugasemdir hafa verið mestmegnis til skemmtunar og væri synd ef ofangreind skrif áorkuðu því að þau heyrðu sögunni til.
Hreppsnefnd felur upplýsinganefnd að koma með tillögur að reglum fyrir síðuna.
3. Byggðamerki fyrir Kjósarhrepp
Afgreiðsla; Samþykkt að velja tillögu merkt D númer 1 til frekari úrvinnslu í samráði við höfund, sem er Örn Viðar Erlendsson
Tillaga merkt A nr.2 sem er eftir Ólafur Engilbertsson
Tillaga merkt C nr.3 sem er eftir Hjalti Andrés Sigurbjörnsson og Bernt Kolb
Tillaga merkt B nr.4 sem er eftir Örn Viðar Erlendsson
4. Innbrot á skrifstofur hreppsins
Oddviti greindi frá að brotist hafi verið inn á skrifstofur hreppsins um jólin og þaðan stolið tölvum með öllum gögnum hreppsins. Jafnframt að skemmdar hafi verið fimm hurðir. Málið er rannsakað af rannsóknardeild lögreglunar á höfuðborgarsvæðisins, sem hefur enn ekki leitt til þess að málið hefur upplýsts.
5. Leiga á íbúð í Ásgarði
Oddviti lagði fram áður útsendan, nú staðfestan leigusamning um íbúð hreppsins í Ásgarði
6. Önnur mál