Fara í efni

Sveitarstjórn

251. fundur 18. desember 2008 kl. 22:12 - 22:12 Eldri-fundur

Ár, 2008, þann 18. desember er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

1.         Fundagerðir nefnda.

 

a)         Skipulags-og byggingarnefndar frá 16. 12. 2008

Afgreiðsla; Afgreiðslu fundargerðar er frestað.

 

 

 

2.         Styrkveitingar.

Oddviti lagði fram tillögu um eftirfarandi fjárstyrki:

            Stígamót                               Kr. 50.000

            Mæðrastyrksnefnd                 Kr. 50.000

            Hjálparstofnun kirkjunnar       Kr. 50.000

            Samtök um kvennaathvarf     Kr. 50.000

            Fjölskylduhjálpin                    Kr. 50.000

 

Afgreiðsla; Samþykkt

 

3.         Fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð 2009, önnur umræða

Afgreiðsla;

Fjárhagsáætlun 2009 fyrir sveitarsjóð samþykkt með fyrirvara um að forsendur fyrir  framlag Jöfnunarsjóðs og fasteignagjöldum breytast ekki þegar þær forsendur liggja fyrir.

Oddvita falið að ganga frá áætluninni í samráði við endurskoðanda hreppsins.

 

 

 

 

4.         Byggðamerki fyrir Kjósarhrepp

Farið yfir þær 11 tilögur að byggðamerki sem bárust.

Afgreiðsla; Samþykkt að velja fjórar tillögur sem koma til greina og kynna þær á heimasíðu hreppsins á næstu dögum, gera óformlega skoðanakönnun og taka ákvörðun í janúar hvort einhver tillagan verði valin.

 

 

Fundi slitið kl.21.33

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir