Sveitarstjórn
Ár, 2008, þann 2. desember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 20.00.
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
1. Fundagerðir nefnda.
a) Umhverfis-og ferðamálanefndar frá 25.11.2008
Afgreiðsla; Lögð fram
b) Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar frá 17. nóvember 2008
Afgreiðsla;Lögð fram og fyrsta lið vísað til gerð fjárhagsáætlunar
2. Erindi varðandi byggingarleyfi.
Lagt fram erindi frá Jóni B. Björgvinsyni og Halldóru Oddsdóttur, þar sem þess er óskað að afgreiðslu byggingarnefndar, varðandi nýtt bátaskýli á lóð þeirra við Meðalfellsvatn, verði endurskoðuð.
Afgreiðsla; Með vísan til aðalskipulags Kjósarhrepps er óheimilt að byggja bátaskýli nær Meðalfellsvatni en sem nemur 50 metrum. Sé um endurgerð þegar byggðs húss er heimilt að endurbyggja það á sama grunnfleti með að hámarki sömu mænishæð.
Bókun:Að framansögðu er afgreiðsla byggingarnefndar frá 5.11.2008 staðfest en bent á að niðurstöðu þessa má vísa til úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála.
3. Erindi varðandi skipulagsmál.
Lagt fram erindi frá Höskuldi Pétri Jónssyni. dags 15. nóvember 2008, varðandi meðhöndlun hreppsnefndar og skipulags-og byggingarnefndar á deiliskipulagstillögu í landi Þúfukots. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við störf skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar þar sem nefndir aðilar samþykkja skipulagstillögu, sem síðan er hafnað af hreppsnefnd og við hana gerðar margþættar athugasemdir.
Afgreiðsla;Hreppsnefnd fellst á sum þeirra sjónarmiða, sem fram koma í bréfinu varðandi málsmeðferðina og telur að ekki hafi verið tímabært að afgreiða tillöguna frá skipulagsnefnd vegna þeirra miklu annmarka sem á henni var. Hreppsnefnd gerir jafnframt þá kröfu til til þess sem lætur vinna skipulag að farið sé eftir ákvæðum aðalskipulags og almennum gildum í þeirri vinnu.
4. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram erindi dags. 24. nóvember frá Reykjavíkurborg varðandi óverulega breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsæðisins er varðar stækkun hafnarsvæðisins á Skarfabakka í Sundahöfn
Afgreiðsla; Engar athugasemdir
5. Fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð 2009
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð fyrir árið 2009
Eftirfarandi forsendur samþykktar:
Útsvarsprósenta 12.53%
Fasteignargjöld: A 0.5%
B samkvæmt lögum
C 0.5%
Sorpgjöld Óbreytt frá fyrra ári
Heimgreiðslur 36.800 kr. pr. mán
Frístundastyrkir 17.250 kr.pr. önn
Ferðastyrkir 26.500 kr.pr. önn
Samþykkt að vísa áætlunni til annarar umræðu
6. Byggðamerki fyrir Kjósarhrepp
Auglýst hefur verið eftir tillögum að byggðamerki fyrir Kjósarhrepp og rann skilafrestur tillagna út 1. desember. 11 tillögur hafa borist.
Tillögurnar voru skoðaðar og ákveðið var að hengja myndirnar upp þar til í byrjun janúar en þá verður tekin endanleg ákvörðun.
10. Önnur mál
Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í jólatréskemmtun í samvinnu við félög í hreppnum.
Hreppsnefnd ákveður að “Kátt í Kjós” dagurinn verði haldinn næst þann 18.júlí 2009.
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir
Fundi slitið kl. 00.41