Fara í efni

Sveitarstjórn

247. fundur 06. nóvember 2008 kl. 23:47 - 23:47 Eldri-fundur

Ár, 2008, þann 6. nóvember er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

1.         Fundagerðir nefnda.

 

a)         Umhverfis-og ferðamálanefndar frá  29.okt.2008

Afgreiðsla; Lögð fram

Varðandi 5. tölulið um gámaplan og ráðningu starfsmanns vill oddviti upplýsa eftirfarandi: Viðræður standa yfir við Sorpu bs. um hugsanlega aðild Kjósarhrepps að félaginu. Samningur Kjósarhrepps við Gámaþjónustuna rennur út á sumri komanda. Málefni sem víkja að  sorphirðu verða því til skoðunar á næstu mánuðum. Ljóst er að til verulegrar hagræðingar og endurskipulagningar þarf að grípa til að draga úr kostnaði vegna þessa málaflokks, sem gæti þýtt að afgreiðslutími á gámaplani verði takmarkaður, ráðningu starfsmanns, og beina innheimtu losunargjalda líkt og gerist hjá Sorpu.

 

b)         Húseignanefndar frá 6. nóvember 2008

Afgreiðsla;Lögð fram og vísað til næsta dagskrárliðar

c)         Skipulags-og byggingarnefndar frá 5. nóvember

Afgreiðsla; Byggingarnefndarhluti fundargerðarinnar er samþykktur en skipulags-

hluta  er hafnað og vísað aftur til skipulagsnefndar.  

 

 

2.         Ásgarður, endurbætur á neðri hæð  

Lögð fram áætlun um fyrirhugaðar breytingar á neðri hæð hússins, notkun og áætlaðan kostnað,

Afgreiðsla; Áætlun húseignanefndar um endurbætur á neðri hæð Ásgarðs er samþykkt og samþykkt að halda áfram framkvæmdum.

 

3.         Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins       

Lagt fram erindi dags.21.október frá Reykjavíkurborg varðandi óverulega breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsæðisins er varðar Græna trefilinn svokallaða.

Afgreiðsla; Samþykkt

 

4.         Frummatskýrsla Björgunar vegna efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði

 

Kjósarhreppur er umsagnaraðili um ofangreinda skýrslu. Oddviti lagði fram drög að umsögn varðandi skýrsluna. Í niðurlagi draganna kemur m.a. fram:

 

Það er mat hreppsnefndar Kjósarhrepps að frummatsskýrslan um efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði sé ófullnægjandi og uppfylli ekki kröfur um gerð slíkrar skýrslu, sérstaklega m.t.t. efnisflutninga úr fjörum í efnistökuholur rétt utan fjöruborðs sem leiði til lækkaðs fjöruborðs og aukins ágangs sjávar á landið með stórauknu landbroti. Þar sem ekki er tekið tillit til þessa þáttar í öldufarskafla skýrslunnar, er hann algjörlega ófullnægjandi.

Skýrslan varpar ekki ljósi á þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem framkvæmdin kann að hafa á fjörur og ágang sjávar og samspil einstakra þátta.

Þá telur hreppsnefnd Kjósarhrepps að draga megi úr umhverfisáhrifum efnistökunnar með því að heimila ekki uppdælingu nær landi en sem nemur eitt þúsund metrum

 

Það er álit hreppsnefndar Kjósarhrepps að ef leyfi til framkvæmda verði gefið út, sem byggir á niðurstöðum skýrslunnar, muni fylgja framkvæmdinni veruleg óafturkræf umhverfisáhrif.

 

Afgreiðsla; Umsögnin er samþykkt

 

 

5.         Starfsleyfi fyrir kræklingaeldi í Hvalfirði

 

Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, þar sem óskað er eftir umsögn Kjósarhrepps um starleyfisumsókn Munda ehf. varðandi kræklingaeldi n.t.t. í Hvammsvík að Hvítanesi.

Afgreiðsla; Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir ekki athugasemd um að starfsleyfi verði gefið út fyrir ofangreint verkefni með þeim fyrirvara að umsagnir fagaðila verði jákvæðar og starfsemin verði utan netalaga. Sé starfsemin innan netalaga þarf að afla samþykkis landeigenda og framkvæmdaleyfis sveitastjórnar

 

6.         Starfsleyfi fyrir áframeldi á þorski í Hvalfirði

Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, þar sem óskað eftir umsögn Kjósarhrepps um starfsleyfisumsókn EJ Nordic ehf. ehf. varðandi frameldi á þorski n.t.t. utan Hvammsós

Afgreiðsla; Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir ekki athugasemd um að starfsleyfi verði gefið út fyrir ofangreint verkefni með þeim fyrirvara að umsagnir fagaðila verði jákvæðar og starfsemin verði utan netalaga. Sé starfsemin innan netalaga þarf að afla samþykkis landeigenda og framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar.

 

7.         Heimgreiðslur vegna ungbarna.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Hreppsnefnd samþykki, þrátt fyrir ákvæði í reglum um heimgreiðslur, að greiðslur falli niður þegar börn verða þriggja ára, verði heimgreiðslur greiddar þar til börn ná fjögra ára aldri.

Afgreiðsla; Tillagan er samþykkt og vísað til Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar og óskað eftir að nefndin endurskoði samþykkt um heimgreiðslur ungbarna í Kjósarhreppi.

 

 

8.  Tímabundið aukið starfshlutfall stuðningsfulltrúa í Klébergsskóla

Beiðni hefur borist frá Klébergsskóla um tímabundið aukið starfshlutfall sérstaks stuðningsfulltrúa Kjósarhrepps við skólann.

Afgreiðsla; Samþykkt

 

9.   Íbúð hreppsins í Ásgarði.

Lagt fram erindi, þar sem óskað er eftir að fá íbúð hreppsins í Ásgarði leigða.

Afgreiðsla; Tekið jákvætt í erindið. Oddvita heimilað að ganga til samninga við viðkomandi.

 

10.       Önnur mál

 

Lagt fram afrit af erindi oddvita til leikskólaráðs Reykjavíkur varðandi ósk um formlegan samning um vistun barna úr Kjósarhreppi í Leikskólum Reykjavíkur

 

 

Fundi slitið kl. 23.35

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir