Fara í efni

Sveitarstjórn

242. fundur 20. október 2008 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur

Ár, 2008, þann 20. október er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 12:30.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

1.         Fundargerðir nefnda

Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar frá 20 okt.

Afgreiðsla;  Lögð fram. 2. liður samþykktur

 

 

2.         Staða Kjósarhrepps í ljósi  efnahagshrunsins.

 

 

Vegna þrenginga, sem skapast hafa í þjóðfélaginu vegna efnahagshrunsins vill  hreppsnefnd Kjósarhrepps koma eftirfarandi á framfæri við íbúa og gjaldendur í hreppnum.  

  1. Forgangsverkefni er að tryggja velferð íbúa hreppsins á komandi misserum.
  2. Engar breytingar til hækkunar verða gerðar á gjaldskrám fyrir næsta ár.
  3. Sveitarsjóður stendur vel um þessar mundir og hefur ekki tapað inneignum sínum á sveiflujafnandi sjóðum.
  4. Sveitarsjóður mun nýta styrkleika sinn eftir fremstu getu við þessar erfiðu aðstæður, til atvinnusköpunar og leggja þannig sitt að mörkum til að halda uppi atvinnu í landinu.

 

 

3.         Þingmannaheimsókn