Sveitarstjórn
Ár, 2008, þann 2. október er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
kl. 20.00.
Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.
1. Afhending gjafabréfs Kvenfélags Kjósarhrepps vegna Félagsgarðs
Dóra Ruf formaður Kvenfélagsins og Sigurbjörg Ólafsdóttir afhenda gjafabréf fyrir hönd Kvenfélags Kjósarhrepps. Hreppsnefnd Kjósarhrepps þakkar góðar gjafir fyrir hönd íbúa Kjósarhrepps og hreppsnefndar.
2. Fundagerðir nefnda.
Skipulags-og byggingarnefndar frá 16.09 2008
Afgreiðsla;
3.liður; Athugasemd : heildarstærð bygginga er 187,8fm með gestahúsi.
að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar frá 25.09,2008
Afgreiðsla; Lögð fram og samþykkt að styðja við starfsemi Kvennasmiðju Kvenfélags Kjósarhrepps.
Umhverfis-og ferðamálanefndar frá 30.09.2008
Afgreiðsla; Lögð fram.
3. Staðardagskrá 21
Farið yfir drög að Staðardagskrá 21 fyrir Kjósarhrepp
4. Grenjavinnsla
Lagður fram nýr samningur við grenjavinnslumenn
Afgreiðsla; Samningur samþykktur með smávægilegum breytingum.
5. Jarðhitamál.
Lögð fram til kynningar drög að samningi við landeigendur vegna rannsókna og öflunar heits vatns.
6. Erindi varðandi ósk um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús.
Eigendur sumarhús að Hömrum 8 í landi Meðalfells óska eftir að húsi verði skráð sem íbúðarhús og lýsa sig reiðubúin að falla frá öllum kröfum um almenna þjónustu frá sveitarfélaginu.
Afgreiðsla; Erindinu hafnað með vísan til bókunar hreppsnefndar frá 21. ágúst sem efnislega á við um innsenda beiðni.
7. Erindi lögmanns landeigenda í Laxárdal vegna framræslu.
Lagt fram bréf lögmanns f.h. landeigenda í Laxárdal vegna umfjöllunar hreppsnefndar og Umhverfisstofnunar um framkvæmdir þeirra við Káranessef og Hurðarbaksef.
Gerðar eru athugasemdir við bréf Fuglaverndunarfélagsins til hreppsnefndar og gerð grein fyrir sjónarmiðum landeigenda.
Þá er rakin umfjöllun hreppsnefndar um málið og því haldið fram að málsmeðferð hreppsnefndar stríði bersýnilega gegn helstu málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar.
Gerð er athugasemd við umbeðið svarbréf oddvita til Umhverfisstofnunar eftir að landeigendum var gefin kostur á að skýra sína hlið málsins og sagt að bréfið sé með nokkrum ólíkindum; uppfullt af röngum fullyrðingum um aðstæður í sefjunum og tilteknu orðavali oddvita.
Farið er fram á það við hreppsnefnd að hún upplýsi og svari tilteknum atriðum sem koma fram í bréfinu s.s að framkvæmdin sé ekki til eftirbreytni og hversvegna svör landeigenda eru sögð gædd vanþóknun á eðli stjórnsýslu..
Að lokum er það talið fráleitt að framkvæmdir landeigenda við Káranessef og Hurðabaksef séu háðar framkvæmdaleyfi.
Í bréfinu kemur jafnframt fram að athugasemdir landeigenda við meðferð málsins endurspeglast að nokkru í bókun fulltrúa K-lista á fundi hreppsnefndarinnar hinn 21. ágúst sl.
Afgreiðsla;
Bókun Á-listans;
Því er fagnað að fram eru lögð efnisleg sjónarmið landeiganda varðandi framræslu Hurðabaksefs og Káranessefs. Árangursríkara hefði verið, og í samræmi við eðli stjórnsýslu að koma þeim strax á framfæri þegar eftir þeim var óskað. Hefðu þau þá e.t.v. verið lögð til grundvallar þegar Umhverfisstofnun var svarað.
Í bréfi oddvita f.h. hreppsnefndar til Umhverfisstofnunar felast engar ákvarðanir um rétt né skyldur landeigenda í Laxárdal , sem gerð verður krafa um, að svarað verði fyrir.
Hlutaðeigandi í þessu máli jafnt og pólitískir andstæðingar oddvita verða hvort sem er, nauðugir eða viljugir að þola sjónarmið og skrif hans, í umræddu bréfi til Umhverfisstofnunar, þar sem hann er hvorki vitsmunalaus vél né sneyddur pólitískum viðhorfum.
- Önnur mál
a) Þingmannafundur í október
b) Íbúð hreppsins í Ásgarði
Fundi slitið kl. 23.50
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir