Fara í efni

Sveitarstjórn

222. fundur 02. maí 2008 kl. 10:41 - 10:41 Eldri-fundur

 

 

 

Ár, 2008, 1.maí er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

Fundur settur kl.20.15

 

  1. Fundagerðir lagðar fram.

 

a)      Umhverfis-og ferðamálanefndar frá 29.apríl

Afgreiðsla:Lögð fram.

Athugasemdir liður 1. Textann á bakhlið þarf að yfirfara frekar

 

b)      Stýrihópur staðardagskrár 21 frá 21. apríl

Afgreiðsla;  Lögð fram og samþykkt að bæta Gyðu S. Björnsdóttur í stýrihópinn

 

c)      Samgöngu-og orkunefndar frá 23.apríl

Afgreiðsla;

1.Mál; Samþykkt að leita tilboða í borun hitastigulsholna samkvæmt tillögu Kristjáns Sæmundssonar

 4. mál (fundagerðar Samgöngu og orkunefndar sen varðar héraðsveg að Valshamarshverfi, innsk. oddvita) 

Samþykkt að hafa fullt samráð og samþykki landeigenda.

 

 

Kl.21.15 Guðný Ívarsdóttir mætir á fundinn.

 

 

d) Skipulags-og byggingarnefndar frá 30.apríl

Afgreiðsla; Samþykkt

 

 

 

 

e) Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar frá 30. apríl

Afgreiðsla; Lögð fram

 

 

 

Guðný Ívarsdóttir víkur af fundi kl.22.15

 

 

 

2. Ársreikningur Kjósarhrepps 2007, fyrri umræða.

Afgreiðsla; Ársreikningurinn lagður fram og kynntur og vísað til síðari umræðu.

 

 

3. Fjárhagur Kjósarhrepps

Lagt fram 3ja mánaða rekstrarreikningur fyrir sveitasjóð.

 

4. Erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Adam.

 

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Adam í Kjós þar sem fram kemur ósk um viðræður við hreppsnefnd um aðstöðu fyrir félagið. Félagið hefur einna helst augastað á flötinni við Félagsgarð fyrir vallaraðstöðu og telur það hægt án þess að fórna möguleikum til annarra íþróttariðkunnar.

 

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Bókun: Lóðin í Félagsgarði er í eigu Ungmannafélagsins Drengs, sem hefur fullt forræði yfir henni að undanskildum 1 ha. umhverfis húsið ásamt húsinu sjálfu samkvæmt samningi U.m.f. Dreng og Kjósarhrepps frá 13. júní 1986.

Samkvæmt framansögðu þarf ofangreint erindi að berast U.m.f. Dreng.

 

 

 

Fundi slitið kl.00.20

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir